Stíf fundahöld í þinghúsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 15:01 Frá fundi formanna flokkanna sem hófst klukkan 14 í dag. vísir/einar Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00