Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 09:18 Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur, í dómsal í morgun. vísir/vilhelm Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00