Daniel Bremmer ráðinn til Íslensku auglýsingastofunnar Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2017 10:35 Daniel Bremmer hefur búið í New York síðusta áratuginn. Íslenska auglýsingastofan Íslenska auglýsingastofan hefur ráðið Daniel Bremmer til þess að leiða sköpunarvinnu stofunnar. Í tilkynningu segir að hann hafi starfað sem „Group Creative Director” hjá auglýsingastofunni 360i í New York undanfarin ár. Hann hefur búið í Brooklyn í New York síðasta áratuginn og flytur til Íslands ásamt eiginkonu sinni, en þau sóttu Ísland heim árið 2016 og hrifust mjög af landi og þjóð. „Daniel, sem er 43 ára gamall og frá Kaliforníu, útskrifaðist frá Art Center College of Design í Kaliforníu árið 2003 með BFA-gráðu í Advertising Design. Hann hefur starfað í auglýsingageiranum í Bandaríkjunum og Bretlandi undanfarin fimmtán ár, fyrstu árin sem hugmynda- og textasmiður en síðastliðin 8 ár sem yfirmaður hugmynda- og sköpunarvinnu meðal annars hjá BBDO í New York og nú síðast hjá 360i, en sú auglýsingastofa hefur á að skipa um eitt þúsund starfsmönnum og leggur höfuðáherslu á auglýsingagerð og markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum. Áður starfaði Daniel meðal annars fyrir Publicis í Seattle, SS+K í New York og Karmarama í London. Daniel hefur á sínum ferli unnið fyrir fjölda heimsþekktra vörumerkja á borð við Toyota, T Mobile, AT&T, Target, forsetaframboð Barack Obama, MetLife, Strongbow, The Economist, Starbucks, GE, Delta, New Orleans Tourism, National Geographic, Oreo, Mountain Dew, Spotify, HBO, Coca Cola, Ben & Jerry’s o.m.fl. Daniel hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferlinum, þar á meðal Títaníum verðlaunin á Cannes Lions auglýsingahátíðinni fyrir Obama ’08. Um verk hans hefur verið fjallað í fagtímaritum eins og Adweek, AdAge, Creativity, og Wired og dagblöðum á borð við The Wall Street Journal og The New York Times,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hjalta Jónssyni, framkvæmdastjóra Íslensku auglýsingastofunnar, að stórfelldar samfélags- og tæknibreytingar á tiltölulega skömmum tíma hafi í för með sér að auglýsingastofur um allan heim keppist nú við að skilja og laga sig að breyttu umhverfi. „Íslenski markaðurinn er engin undantekning þar á og því mikill fengur fyrir Íslensku auglýsingastofuna að fá til liðs við okkur jafn hæfan einstakling sem hefur víðtæka reynslu á stórum og kröfuhörðum markaði, jafnt í markaðssetningu á hefðbundnum miðlum sem og stafrænum miðlum. Þekking Daniels og reynsla mun nýtast viðskiptavinum og starfsfólki stofunnar gríðarvel og er ráðning hans veigamikill þáttur í að taka næstu skref í þróun stofunnar og eflingu þekkingar þess mannauðs sem Íslenska býr yfir.” Daniel segir mikla gerjun á auglýsingamarkaðnum og spennandi tíma framundan. „Nú er einmitt rétti tíminn til að vera á Íslandi og það er mér sannkallað ánægjuefni að koma til starfa á Íslensku auglýsingastofunni, sem hefur þróað og unnið markaðsefni fyrir mörg þekktustu vörumerki landsins. Ég hlakka til að vinna með viðskiptavinum okkar að því að nýta nýjar og spennandi leiðir til markaðssetningar á Íslandi og úti í heimi,” segir Daniel. Ráðningar Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Íslenska auglýsingastofan hefur ráðið Daniel Bremmer til þess að leiða sköpunarvinnu stofunnar. Í tilkynningu segir að hann hafi starfað sem „Group Creative Director” hjá auglýsingastofunni 360i í New York undanfarin ár. Hann hefur búið í Brooklyn í New York síðasta áratuginn og flytur til Íslands ásamt eiginkonu sinni, en þau sóttu Ísland heim árið 2016 og hrifust mjög af landi og þjóð. „Daniel, sem er 43 ára gamall og frá Kaliforníu, útskrifaðist frá Art Center College of Design í Kaliforníu árið 2003 með BFA-gráðu í Advertising Design. Hann hefur starfað í auglýsingageiranum í Bandaríkjunum og Bretlandi undanfarin fimmtán ár, fyrstu árin sem hugmynda- og textasmiður en síðastliðin 8 ár sem yfirmaður hugmynda- og sköpunarvinnu meðal annars hjá BBDO í New York og nú síðast hjá 360i, en sú auglýsingastofa hefur á að skipa um eitt þúsund starfsmönnum og leggur höfuðáherslu á auglýsingagerð og markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum. Áður starfaði Daniel meðal annars fyrir Publicis í Seattle, SS+K í New York og Karmarama í London. Daniel hefur á sínum ferli unnið fyrir fjölda heimsþekktra vörumerkja á borð við Toyota, T Mobile, AT&T, Target, forsetaframboð Barack Obama, MetLife, Strongbow, The Economist, Starbucks, GE, Delta, New Orleans Tourism, National Geographic, Oreo, Mountain Dew, Spotify, HBO, Coca Cola, Ben & Jerry’s o.m.fl. Daniel hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferlinum, þar á meðal Títaníum verðlaunin á Cannes Lions auglýsingahátíðinni fyrir Obama ’08. Um verk hans hefur verið fjallað í fagtímaritum eins og Adweek, AdAge, Creativity, og Wired og dagblöðum á borð við The Wall Street Journal og The New York Times,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hjalta Jónssyni, framkvæmdastjóra Íslensku auglýsingastofunnar, að stórfelldar samfélags- og tæknibreytingar á tiltölulega skömmum tíma hafi í för með sér að auglýsingastofur um allan heim keppist nú við að skilja og laga sig að breyttu umhverfi. „Íslenski markaðurinn er engin undantekning þar á og því mikill fengur fyrir Íslensku auglýsingastofuna að fá til liðs við okkur jafn hæfan einstakling sem hefur víðtæka reynslu á stórum og kröfuhörðum markaði, jafnt í markaðssetningu á hefðbundnum miðlum sem og stafrænum miðlum. Þekking Daniels og reynsla mun nýtast viðskiptavinum og starfsfólki stofunnar gríðarvel og er ráðning hans veigamikill þáttur í að taka næstu skref í þróun stofunnar og eflingu þekkingar þess mannauðs sem Íslenska býr yfir.” Daniel segir mikla gerjun á auglýsingamarkaðnum og spennandi tíma framundan. „Nú er einmitt rétti tíminn til að vera á Íslandi og það er mér sannkallað ánægjuefni að koma til starfa á Íslensku auglýsingastofunni, sem hefur þróað og unnið markaðsefni fyrir mörg þekktustu vörumerki landsins. Ég hlakka til að vinna með viðskiptavinum okkar að því að nýta nýjar og spennandi leiðir til markaðssetningar á Íslandi og úti í heimi,” segir Daniel.
Ráðningar Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira