Segir húsbílaferðamenn eyða meiru og dvelja lengur en aðrir ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2017 10:44 Umræðu um ferðavenjur þeirra sem ferðast um á svokölluðum "campers" bílum skýtur reglulega upp kollinum. Ferðamenn sem ferðast um Ísland á húsbílum eða svokölluðum „campers“ greiða hærri skatta og skilja eftir sig meira í tekjum við kaup á mat eða þjónustu en aðrir ferðamenn að mati Steinar Lárs, forsvarsmanns Kúkú Campers. Þetta kemur fram í grein sem Steinar skrifaði í Fréttablaðið í gær sem ber yfirskriftina „Húsbílar frá helvíti?“. Þar bendir hann á að viðskiptavinir húsbílaleiga séu um fjögur prósent af heildarfjölda ferðamanna sem áætlað er að komi hingað til lands á árinu. Segir hann að meðalleigutími þeirra sem leigi bílaleigubíl sé 3,7 dagar en þeir sem taki húsbíl á leigu dvelji hér að meðaltali í 7,7 daga að meðaltali. Þá bendir Steinar á að virðisaukaskattur á húsbílaleigur sé 24 prósent, en sami skattur á önnur gistiúrræði sé ellefu prósent. Umræða um húsbílaleigur og þá ferðamenn sem nýta sér húsbílana hefur skotið upp í fjölmiðlum reglulega undanfarin ár. Hafa margir gagnrýnt markaðssetningu þessara fyrirtækja og bent á þá upplifun sína að ferðamenn sem taki húsbíla á leigu eigi það til að koma sér hjá því að gista á viðurkenndum gististöðum. Athygli vakti til að mynda á síðasta ári þegar ferðaþjónustuaðilar á Egilsstöðum létu framleiða dreifimiða ætluðum húsbílaferðamönnum þar sem sérstök athygli var vakin á því að ekki væri í lagi að stoppa hvar sem er og gista.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmTekjurnar nægar til að reka vegakerfið Í grein sinni segir Steinar Lár að miðað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um húsbíla á undanförnum ára mætti ætla að þessir ferðamenn valdi miklum usla í íslensku samfélagi, sú sé hins vegar ekki raunin. „Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika,“ skrifar Steinar Lár. Þá bendir hann á að húsbílaleiga sé dýr ferðamáti fyrir ferðamenn, dýrari en að taka hefðbundin bíl á leigu, auk þess sem að umsagnir erlendra ferðamanna á netinu gefi til kynna að þeir séu mjög ánægðir með upplifun sína á Íslandi. „Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi,“ skrifar Steinar Lár. Segir hann að áætlað sé að heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi séu um fimm milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Bendir hann á í samanburði að heildarframlag ríkisins til Vegagerðarinnar séu 5,9 milljarðar.„Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Ferðamenn sem ferðast um Ísland á húsbílum eða svokölluðum „campers“ greiða hærri skatta og skilja eftir sig meira í tekjum við kaup á mat eða þjónustu en aðrir ferðamenn að mati Steinar Lárs, forsvarsmanns Kúkú Campers. Þetta kemur fram í grein sem Steinar skrifaði í Fréttablaðið í gær sem ber yfirskriftina „Húsbílar frá helvíti?“. Þar bendir hann á að viðskiptavinir húsbílaleiga séu um fjögur prósent af heildarfjölda ferðamanna sem áætlað er að komi hingað til lands á árinu. Segir hann að meðalleigutími þeirra sem leigi bílaleigubíl sé 3,7 dagar en þeir sem taki húsbíl á leigu dvelji hér að meðaltali í 7,7 daga að meðaltali. Þá bendir Steinar á að virðisaukaskattur á húsbílaleigur sé 24 prósent, en sami skattur á önnur gistiúrræði sé ellefu prósent. Umræða um húsbílaleigur og þá ferðamenn sem nýta sér húsbílana hefur skotið upp í fjölmiðlum reglulega undanfarin ár. Hafa margir gagnrýnt markaðssetningu þessara fyrirtækja og bent á þá upplifun sína að ferðamenn sem taki húsbíla á leigu eigi það til að koma sér hjá því að gista á viðurkenndum gististöðum. Athygli vakti til að mynda á síðasta ári þegar ferðaþjónustuaðilar á Egilsstöðum létu framleiða dreifimiða ætluðum húsbílaferðamönnum þar sem sérstök athygli var vakin á því að ekki væri í lagi að stoppa hvar sem er og gista.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmTekjurnar nægar til að reka vegakerfið Í grein sinni segir Steinar Lár að miðað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um húsbíla á undanförnum ára mætti ætla að þessir ferðamenn valdi miklum usla í íslensku samfélagi, sú sé hins vegar ekki raunin. „Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika,“ skrifar Steinar Lár. Þá bendir hann á að húsbílaleiga sé dýr ferðamáti fyrir ferðamenn, dýrari en að taka hefðbundin bíl á leigu, auk þess sem að umsagnir erlendra ferðamanna á netinu gefi til kynna að þeir séu mjög ánægðir með upplifun sína á Íslandi. „Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi,“ skrifar Steinar Lár. Segir hann að áætlað sé að heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi séu um fimm milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Bendir hann á í samanburði að heildarframlag ríkisins til Vegagerðarinnar séu 5,9 milljarðar.„Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23
Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48
Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30