Uncharted The Lost Legacy: Hver þarf á Nathan Drake að halda? Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2017 10:00 Nadine og Chloe, klárar í slaginn. Vísir/Naughty Dog Þegar finna þarf hina fornu tönn Ganesh er enginn betur til starfsins falin en Chloe Frazer. Hún fær til liðs við sig málaliðan Nadine Ross, en báðar hafa þær komið við sögu áður í Uncharted leikjunum. Þær tvær þurfa að etja kappi við uppreisnarleiðtogann Asav og finna týnda höfuðborg Hoysala veldisins. Uncharted serían hefur unnið til margra verðlauna í gegnum tíðina, en Naughty Dog gaf út fyrr á árinu að „ólíklegt“ væri að nýr Uncharted leikur myndi líta dagsins ljós í framtíðinni. Sem er svo sem skiljanlegt þar sem fyrirtækið hefur unnið að leikjunum um áraraðir.UTLL er eins og góð níu tíma (mesta lagi) bíómynd. Skotbardagar, fjársjóðir, fallegt umhverfi, vondir karlar, bílaeltingaleikir og hetjur. Þetta er allt þarna. Það sem Naughty Dog gerir hvað best er að skapa áhugaverðar og lifandi persónur, sem tókst svo sannarlega að þessu sinni. Til marks um það hvað Nadine er æðisleg manneskja segir hún í leiknum að einn af hennar helstu draumum sé að ferðast til Íslands. Skiljanlega. Hana langar að skoða ósnortna náttúru landsins og sjá norðurljós. Verðugt markmið það. Þetta kemur fram snemma í leiknum þegar þær Chloe og Nadine eru á spjallinu þegar keyrt er á milli verkefna. Þær tvær eru algerar andstæður og ná illa saman í fyrstu sem gerir ferðalag þeirra skemmtilegra fyrir vikið.Bardagarnir eru langt frá því að vera skemmtilegustu hlutar UTLL. Þá er ég ekki að segja að þeir séu leiðinlegir. Þeir eru það ekki og þeir eru líka oft á tíðum erfiðir. Það að leysa þrautir leiksins þykir mér þó án efa það skemmtilegasta. Þær eru fjölbreyttar og stundum krefjandi. Stærsti galli UTLL er þó sá að þegar að kjarnanum er komið, þá er leikurinn sá sami og Uncharted 4: A Thief‘s End. Sama grafíkin (stórgóð að vísu), að mörgu leyti svipað umhverfi (mjög flott umhverfi), sama prílið, sömu bardagarnir og fleira. Persónurnar eru í rauninni það eina sem er breytt. Það er ekki endilega slæmt þar sem U4 var frábær leikur. UTLL er það líka og það er skiljanlegt að hann svipi verulega til U4, þar sem hann byrjaði sem aukapakki. Framleiðslan vatt svo upp á sig og úr varð heill leikur, sem er bara þrusugóður. Allir þeir sem skemmtu sér yfir ævintýrum Nathan Drake og félaga, ættu einnig að skemmta sér yfir ævintýri Chloe og Nadine. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Þegar finna þarf hina fornu tönn Ganesh er enginn betur til starfsins falin en Chloe Frazer. Hún fær til liðs við sig málaliðan Nadine Ross, en báðar hafa þær komið við sögu áður í Uncharted leikjunum. Þær tvær þurfa að etja kappi við uppreisnarleiðtogann Asav og finna týnda höfuðborg Hoysala veldisins. Uncharted serían hefur unnið til margra verðlauna í gegnum tíðina, en Naughty Dog gaf út fyrr á árinu að „ólíklegt“ væri að nýr Uncharted leikur myndi líta dagsins ljós í framtíðinni. Sem er svo sem skiljanlegt þar sem fyrirtækið hefur unnið að leikjunum um áraraðir.UTLL er eins og góð níu tíma (mesta lagi) bíómynd. Skotbardagar, fjársjóðir, fallegt umhverfi, vondir karlar, bílaeltingaleikir og hetjur. Þetta er allt þarna. Það sem Naughty Dog gerir hvað best er að skapa áhugaverðar og lifandi persónur, sem tókst svo sannarlega að þessu sinni. Til marks um það hvað Nadine er æðisleg manneskja segir hún í leiknum að einn af hennar helstu draumum sé að ferðast til Íslands. Skiljanlega. Hana langar að skoða ósnortna náttúru landsins og sjá norðurljós. Verðugt markmið það. Þetta kemur fram snemma í leiknum þegar þær Chloe og Nadine eru á spjallinu þegar keyrt er á milli verkefna. Þær tvær eru algerar andstæður og ná illa saman í fyrstu sem gerir ferðalag þeirra skemmtilegra fyrir vikið.Bardagarnir eru langt frá því að vera skemmtilegustu hlutar UTLL. Þá er ég ekki að segja að þeir séu leiðinlegir. Þeir eru það ekki og þeir eru líka oft á tíðum erfiðir. Það að leysa þrautir leiksins þykir mér þó án efa það skemmtilegasta. Þær eru fjölbreyttar og stundum krefjandi. Stærsti galli UTLL er þó sá að þegar að kjarnanum er komið, þá er leikurinn sá sami og Uncharted 4: A Thief‘s End. Sama grafíkin (stórgóð að vísu), að mörgu leyti svipað umhverfi (mjög flott umhverfi), sama prílið, sömu bardagarnir og fleira. Persónurnar eru í rauninni það eina sem er breytt. Það er ekki endilega slæmt þar sem U4 var frábær leikur. UTLL er það líka og það er skiljanlegt að hann svipi verulega til U4, þar sem hann byrjaði sem aukapakki. Framleiðslan vatt svo upp á sig og úr varð heill leikur, sem er bara þrusugóður. Allir þeir sem skemmtu sér yfir ævintýrum Nathan Drake og félaga, ættu einnig að skemmta sér yfir ævintýri Chloe og Nadine.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira