Stórsöngvari skammar Hörpu fyrir kauðsleg klósettskilti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 18:00 Hægt er að greiða með kreditkorti fyrir aðgang að klósettunum í kjallara Hörpu. 300 krónur og málið er dautt. Vísir Óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, sá Íslendingur sem að margra mati hefur náð lengst á sviði sönglistarinnar, lenti í orðaskaki við starfsmann Hörpu í morgun. Ástæðan var sú að Kristni, sem verður á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt rjóma íslenskra söngvara, var brugðið eftir að hafa séð skilti vegna gjaldskyldu fyrir salernin í kjallara Hörpu. Eins og fram hefur komið hófst gjaldskylda í tónleika- og ráðstefnuhúsinu í sumar og kostar 300 krónur að gera þarfir sínar. „Ég var þarna áðan og lenti í smá orðasennu við þennan unga mann,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Hann lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook.Kristinn Sigmundsson er að flestra mati númer eitt í íslenska óperuheiminum.Vísir/GVAHello is it WC you're looking for„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi: “Hello is it WC you're looking for?” Eða “Dream a little dream of WC...” “Gotta go?”Hvaða giljagaurum datt þetta eiginlega í hug?Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim: “We don't take pictures here”. Ég sagði honum “it's a free country” . -“Not here” sagði hann og benti aftur fyrir sig“.„Ég nenni ekki að tíunda frekar orðaskiptin en ég skora á náðhúsadeild Hörpu að endurskoða þetta. Svo mætti gjarnan ráða í þetta trúnaðarstarf fólk sem talar Íslensku og kann almenna mannasiði. Það gildir reyndar líka um starfsmenn í bílakjallaranum. Þetta er menningarhús.“Textinn á skiltunum er augljós tilvísun í texta úr tveimur popplögum. Annars vegar Hello með Lionel Ritchie og Dream a little dream sem fjölmargir popparar hafa sungið í gegnum tíðina.Að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við Hello.Ósmekklegt og plebbalegt Kristinn segir í samtali við Vísi að auðvitað sé ekki um neitt stórmál að ræða. Honum hafi þó fundist eðlilegt að vekja athygli á þessu enda skiltin hrikalega ósmekkleg. „Þetta er bara aulalegt og særir augað og máltilfinninguna. Þetta er Menningahrús Íslendinga. Af hverju að vera með einhverja klósettfrasa á ensku?“ Söngvarinn á ekki von á öðru en að skiltin verði endurskoðuð. „Það tekur engu tali hvað þetta er ósmekklegt og plebbalega að þessu staðið.“Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar sagði Diljá Ámundardóttir þegar gjaldtakan var kynnt í júní.VísirVarðandi gjaldskylduna sjálfa segir hann eflaust mega færa fyrir því rök. „Áður en var gjaldskylda var þetta stærsta almenningsklósett á Íslandi. Rúturnar komu með túristina. Sorgarsaga salerna á Íslandi. Frekar en að skíta í garð á Túngötunni fer fólk í Hörpu. Þetta voru aðallega túristar sem notuðu þetta.“ 2,6 milljarða króna taprekstur var á Hörpu á árunum 2011 til 2016. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sagði við Vísi á dögunum að klósettgjaldið og sömuleiðis gjald fyrir að skoða húsið, 1500 krónur, sé meðal annars liður í að auka tekjur hússins. Kristinn verður sem fyrr segir í eldlínunni í Hörpu í kvöld með stórskotaliði óperunnar og klassískrar tónlistar á Íslandi. Þá verða uppáhalds óperuaríur Íslendinga verða fluttar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslenskum óperusöngvurum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, sá Íslendingur sem að margra mati hefur náð lengst á sviði sönglistarinnar, lenti í orðaskaki við starfsmann Hörpu í morgun. Ástæðan var sú að Kristni, sem verður á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt rjóma íslenskra söngvara, var brugðið eftir að hafa séð skilti vegna gjaldskyldu fyrir salernin í kjallara Hörpu. Eins og fram hefur komið hófst gjaldskylda í tónleika- og ráðstefnuhúsinu í sumar og kostar 300 krónur að gera þarfir sínar. „Ég var þarna áðan og lenti í smá orðasennu við þennan unga mann,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Hann lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook.Kristinn Sigmundsson er að flestra mati númer eitt í íslenska óperuheiminum.Vísir/GVAHello is it WC you're looking for„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi: “Hello is it WC you're looking for?” Eða “Dream a little dream of WC...” “Gotta go?”Hvaða giljagaurum datt þetta eiginlega í hug?Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim: “We don't take pictures here”. Ég sagði honum “it's a free country” . -“Not here” sagði hann og benti aftur fyrir sig“.„Ég nenni ekki að tíunda frekar orðaskiptin en ég skora á náðhúsadeild Hörpu að endurskoða þetta. Svo mætti gjarnan ráða í þetta trúnaðarstarf fólk sem talar Íslensku og kann almenna mannasiði. Það gildir reyndar líka um starfsmenn í bílakjallaranum. Þetta er menningarhús.“Textinn á skiltunum er augljós tilvísun í texta úr tveimur popplögum. Annars vegar Hello með Lionel Ritchie og Dream a little dream sem fjölmargir popparar hafa sungið í gegnum tíðina.Að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við Hello.Ósmekklegt og plebbalegt Kristinn segir í samtali við Vísi að auðvitað sé ekki um neitt stórmál að ræða. Honum hafi þó fundist eðlilegt að vekja athygli á þessu enda skiltin hrikalega ósmekkleg. „Þetta er bara aulalegt og særir augað og máltilfinninguna. Þetta er Menningahrús Íslendinga. Af hverju að vera með einhverja klósettfrasa á ensku?“ Söngvarinn á ekki von á öðru en að skiltin verði endurskoðuð. „Það tekur engu tali hvað þetta er ósmekklegt og plebbalega að þessu staðið.“Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar sagði Diljá Ámundardóttir þegar gjaldtakan var kynnt í júní.VísirVarðandi gjaldskylduna sjálfa segir hann eflaust mega færa fyrir því rök. „Áður en var gjaldskylda var þetta stærsta almenningsklósett á Íslandi. Rúturnar komu með túristina. Sorgarsaga salerna á Íslandi. Frekar en að skíta í garð á Túngötunni fer fólk í Hörpu. Þetta voru aðallega túristar sem notuðu þetta.“ 2,6 milljarða króna taprekstur var á Hörpu á árunum 2011 til 2016. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sagði við Vísi á dögunum að klósettgjaldið og sömuleiðis gjald fyrir að skoða húsið, 1500 krónur, sé meðal annars liður í að auka tekjur hússins. Kristinn verður sem fyrr segir í eldlínunni í Hörpu í kvöld með stórskotaliði óperunnar og klassískrar tónlistar á Íslandi. Þá verða uppáhalds óperuaríur Íslendinga verða fluttar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslenskum óperusöngvurum undir stjórn Daníels Bjarnasonar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira