„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 14:22 Thomas Olsen bar vitni í síðusut viku. Hann mætti ekki í þingsal í dag. vísir/eyþór Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í málinu í héraðsdómi eftir hádegi í dag. Saksóknari fór yfir það að engin hefð er fyrir því hér á landi að dæma einstaklinga í lengra fangelsi fyrir manndráp en sextán ár þó heimilt sé að dæma menn í allt að ævilangt fangelsi fyrir brotið. Þá væri það þumalputtaregla að eitt kíló af kannabisefnum þýddi einn mánuður í fangelsi en Thomas er ákærður fyrir að hafa haft 23 kíló af kannabisefnum í vörslu sinni. Það myndi því bæta tveimur árum við sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Kolbrún beindi því þó til dómsins að hún teldi tilefni til þess að fara upp fyrir sextán ára fangelsi hvað varðaði ákæruliðinn sem snýr að manndrápinu vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var. Þá benti hún jafnframt á Thomas hefði nýlega fengið refsidóm í Grænlandi og það gæti haft ítrekunaráhrif. „En það er algjört lágmark ef bara er horft á dómafordæmi og þessi tvö ár sem myndu bætast við vegna fíkniefnalagabrotsins þá er algjört lágmark átján ára fangelsi. Það er þó tilefni til þyngingar að mati ákæruvaldsins [...] en átján ára fangelsi er algjört lágmark.“ Megininntakið í málflutningi Kolbrúnar var að ekki væri hægt að byggja á framburði Thomasar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þegar tekin væri afstaða til sektar eða sakleysis hans. Sagði hún nær öll rannsóknargögn í málinu benda á Thomas og rakti hún hvernig hrekja mætti frásagnir hans af því sem gerðist nóttina sem Birna hvarf með gögnum málsins. Thomas hefur ávallt neitað sök í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í málinu í héraðsdómi eftir hádegi í dag. Saksóknari fór yfir það að engin hefð er fyrir því hér á landi að dæma einstaklinga í lengra fangelsi fyrir manndráp en sextán ár þó heimilt sé að dæma menn í allt að ævilangt fangelsi fyrir brotið. Þá væri það þumalputtaregla að eitt kíló af kannabisefnum þýddi einn mánuður í fangelsi en Thomas er ákærður fyrir að hafa haft 23 kíló af kannabisefnum í vörslu sinni. Það myndi því bæta tveimur árum við sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Kolbrún beindi því þó til dómsins að hún teldi tilefni til þess að fara upp fyrir sextán ára fangelsi hvað varðaði ákæruliðinn sem snýr að manndrápinu vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var. Þá benti hún jafnframt á Thomas hefði nýlega fengið refsidóm í Grænlandi og það gæti haft ítrekunaráhrif. „En það er algjört lágmark ef bara er horft á dómafordæmi og þessi tvö ár sem myndu bætast við vegna fíkniefnalagabrotsins þá er algjört lágmark átján ára fangelsi. Það er þó tilefni til þyngingar að mati ákæruvaldsins [...] en átján ára fangelsi er algjört lágmark.“ Megininntakið í málflutningi Kolbrúnar var að ekki væri hægt að byggja á framburði Thomasar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þegar tekin væri afstaða til sektar eða sakleysis hans. Sagði hún nær öll rannsóknargögn í málinu benda á Thomas og rakti hún hvernig hrekja mætti frásagnir hans af því sem gerðist nóttina sem Birna hvarf með gögnum málsins. Thomas hefur ávallt neitað sök í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18
Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00