Hugarheimur og sjálfsmynd þjóðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:15 Birkir segist vera bæði spenntur og stressaður fyrir útgáfudeginum. Visir/Anton Brink Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira