Sá siðlausasti vinnur Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 2. september 2017 11:58 Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.Spillt stjórnmálamenning Vinnubrögð af þessu tagi virðast því miður vera lenskan í Sjálfstæðisflokknum. Það er engu líkara en að í stofnunum flokksins sé innbyggður hvati til óheiðarleika og spillingar. Þetta er ekki bara vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir samfélagið allt. Spillt stjórnmálamenning í stjórnmálaflokki á það til að smitast yfir í sveitarstjórnir, Alþingi og aðrar stofnanir samfélagsins. Við brenndum okkur á þessu haustið 2008, þegar spillingin í Sjálfstæðisflokknum átti stóran þátt í að setja Ísland á hausinn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Spilling virðist grassera eins og myglusveppur í Valhöll og einkennin sjást greinilega í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsbarátta virðist vera einhvers konar keppni í klækjum. Það er orðið löngu tímabært að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins fari í meiriháttar naflaskoðun og taki heiðarlegt uppgjör við stjórnmálamenninguna í flokknum. Það er nauðsynlegt ef okkur á einhvern tíma að takast að skapa heilbrigða stjórnmálamenningu á Íslandi. „Unga fólkið er framtíðin,“ skrifaði Ísak Rúnarsson í pistli á Vísi þann 26. júlí síðastliðinn. Það er hins vegar engin framtíð fólgin í spillingu og óheiðarleika. Við sem erum ung og að stíga okkar fyrstu skref í pólitík verðum að bera gæfu til þess að hafna slíkum vinnubrögðum fortíðar. Annars mun okkur aldrei takast að auka traust á stjórnmálum, heldur þvert á móti halda áfram að draga úr því með vondum afleiðingum fyrir lýðræðið. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Tengdar fréttir Leyndardómsfullir fólksflutningar í aðdraganda formannskosninga Sjö ungir menn, sem allir bjuggu áður í öðrum bæjarfélögum, hafa flutt lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík í aðdraganda sambandsþings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, sem haldið verður helgina 8.-10. september. 1. september 2017 22:15 Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Smári, sem býður sig fram til formanns segir að "stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ 30. ágúst 2017 23:31 Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.Spillt stjórnmálamenning Vinnubrögð af þessu tagi virðast því miður vera lenskan í Sjálfstæðisflokknum. Það er engu líkara en að í stofnunum flokksins sé innbyggður hvati til óheiðarleika og spillingar. Þetta er ekki bara vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir samfélagið allt. Spillt stjórnmálamenning í stjórnmálaflokki á það til að smitast yfir í sveitarstjórnir, Alþingi og aðrar stofnanir samfélagsins. Við brenndum okkur á þessu haustið 2008, þegar spillingin í Sjálfstæðisflokknum átti stóran þátt í að setja Ísland á hausinn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Spilling virðist grassera eins og myglusveppur í Valhöll og einkennin sjást greinilega í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsbarátta virðist vera einhvers konar keppni í klækjum. Það er orðið löngu tímabært að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins fari í meiriháttar naflaskoðun og taki heiðarlegt uppgjör við stjórnmálamenninguna í flokknum. Það er nauðsynlegt ef okkur á einhvern tíma að takast að skapa heilbrigða stjórnmálamenningu á Íslandi. „Unga fólkið er framtíðin,“ skrifaði Ísak Rúnarsson í pistli á Vísi þann 26. júlí síðastliðinn. Það er hins vegar engin framtíð fólgin í spillingu og óheiðarleika. Við sem erum ung og að stíga okkar fyrstu skref í pólitík verðum að bera gæfu til þess að hafna slíkum vinnubrögðum fortíðar. Annars mun okkur aldrei takast að auka traust á stjórnmálum, heldur þvert á móti halda áfram að draga úr því með vondum afleiðingum fyrir lýðræðið. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Leyndardómsfullir fólksflutningar í aðdraganda formannskosninga Sjö ungir menn, sem allir bjuggu áður í öðrum bæjarfélögum, hafa flutt lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík í aðdraganda sambandsþings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, sem haldið verður helgina 8.-10. september. 1. september 2017 22:15
Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Smári, sem býður sig fram til formanns segir að "stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ 30. ágúst 2017 23:31
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun