Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 2. september 2017 13:46 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Það er undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. Þetta segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir margþættar ástæður liggja að baki stöðvuninni. „Hún er tekin á grundvelli ítrekaðra frávika sem hafa verið á rekstri verksmiðjunnar. Jafnframt sá stöðugleiki í rekstri sem var forsenda endurræsingu um miðjan maí hefur ekki gengið eftir og svo að stofnunin telur hreinlega ekki viðunandi að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar búi við þessi verulegu óþægindi sem af rekstri verksmiðjunnar hefur verið,“ segir Kristín Linda í samtali við fréttastofu. Fyrst var tilkynnt um áformin í bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að starfsemin yrði stöðvuð í síðasta lagi 10. september, eða fyrr ef ljósbogaofn verksmiðjunnar færi niður fyrir tiltekið lágmark eða stöðvaðist í klukkustund eða meira. Ofninn var síðan stöðvaður þann 26. ágúst í kjölfar óhapps. Fyrirtækinu var veittur framlengdur frestur til 31. ágúst til að skila inn andmælum. Forsvarsmenn þess töldu frestinn hins vegar ekki nægilega langan og andmælum var ekki skilað. Kristín Linda segir að næstu skref velti á viðbrögðum fyrirtækisins. „Næstu skref í málinu eru þá að fyrirtækið fer yfir þær ítarlegu kröfur sem Umhverfisstofnun hefur sett og fer í úrbætur. Síðan mun fyrirtækið leggja það fyrir Umhverfisstofnun sem mun fara yfir það og meta hvort við teljum það fullnægjandi til að reksturinn geti verið í samræmi við starfsleyfi. Þannig að tímaramminn er svolítið hjá verksmiðjunni núna.“ United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Það er undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. Þetta segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir margþættar ástæður liggja að baki stöðvuninni. „Hún er tekin á grundvelli ítrekaðra frávika sem hafa verið á rekstri verksmiðjunnar. Jafnframt sá stöðugleiki í rekstri sem var forsenda endurræsingu um miðjan maí hefur ekki gengið eftir og svo að stofnunin telur hreinlega ekki viðunandi að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar búi við þessi verulegu óþægindi sem af rekstri verksmiðjunnar hefur verið,“ segir Kristín Linda í samtali við fréttastofu. Fyrst var tilkynnt um áformin í bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að starfsemin yrði stöðvuð í síðasta lagi 10. september, eða fyrr ef ljósbogaofn verksmiðjunnar færi niður fyrir tiltekið lágmark eða stöðvaðist í klukkustund eða meira. Ofninn var síðan stöðvaður þann 26. ágúst í kjölfar óhapps. Fyrirtækinu var veittur framlengdur frestur til 31. ágúst til að skila inn andmælum. Forsvarsmenn þess töldu frestinn hins vegar ekki nægilega langan og andmælum var ekki skilað. Kristín Linda segir að næstu skref velti á viðbrögðum fyrirtækisins. „Næstu skref í málinu eru þá að fyrirtækið fer yfir þær ítarlegu kröfur sem Umhverfisstofnun hefur sett og fer í úrbætur. Síðan mun fyrirtækið leggja það fyrir Umhverfisstofnun sem mun fara yfir það og meta hvort við teljum það fullnægjandi til að reksturinn geti verið í samræmi við starfsleyfi. Þannig að tímaramminn er svolítið hjá verksmiðjunni núna.“
United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06