Guðlaug Kristjánsdóttir nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 18:12 Guðlaug Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. mynd/Björt framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir. Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir.
Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32