Nær glæpsamlegt að ekki megi bjóða fólki fyrirbyggjandi meðferðir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 19:09 Einn af hverjum 226 Íslendingum er með Lynch-heilkennið sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin er að mestu úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson segir nær glæpsamlegt að ekki megi nálgast fólk með banvæna sjúkdóma og bjóða fyrirbyggjandi meðferðir.Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um rannsókn Sigurdísar Haraldsdóttur aðstoðarprófessors í læknisfræði við Stanford-háskóla og hóp vísindamanna sem leiðir í ljós að algengi Lynch-heilkennisins á Íslandi sé það mesta sem fundist hefur. Einn af hverjum 226 er með heilkennið eða 0.442 prósent þjóðarinnar. Áætlað algengi í vestrænum ríkjum er 1 af 370 til 1 af 2.000. Heilkennið eykur mjög líkurnar á ristil-, endaþarms og legbolskrabbameini en er einnig tengt krabbameini í eggjastokkum, smáþörmum og heila. Við rannsóknina var gríðarlegt magn erfðaupplýsinga úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar notað. Í viðtalinu kallar Sigurdís eftir því að þessar upplýsingar verði innleiddar í almenna heilbrigðisþjónustu. Það er nokkuð sem Kári Stefánsson hefur lagt til síðastliðin ár. Að nálgast megi einstaklinga sem eiga í mikilli hættu á að fá ýmsa banvæna sjúkdóma og lengja líf þeirra. „Mér finnst að það sé á mörkum þess að vera glæpsamlegt að nýta sér ekki þá möguleika að finna þá sem eru í svona mikilli hættu," segir hann. Samkvæmt lögum má Íslensk erfðagreining ekki nálgast þetta fólk. „Við vitum ekki hverjir þessir einstaklingar eru en gætum fundið þá með því að nýta gögn sem liggja hjá Íslenskri erfðagreiningu en það verður ekki gert nema með leyfi og vilja yfirvalda. Persónueinkenni eru dulkóðuð en með því að taka þá ákvörðun sem samfélag að nálgast þetta fólk þá gæti þetta samfélag gert það," segir Kári. Viðræður eru við Landspítala, Persónuvernd og Vísindasiðanefnd um hvernig bregðast eigi við ef fólk óskar eftir upplýsingum sjálft en Kári bendir á að margir gangi um grunlausir og detti ekki í hug að kanna málið. „Við erum búin að vinna grundvallarvinnuna en spurningin er hvort við viljum taka þetta á næsta stig. Að hætta að vinna eingöngu að uppgötvunum til að hreykja okkur af og fara að nota þetta til að gagnast fólkinu í landinu.“ Tengdar fréttir Einn af hverjum 226 Íslendingum með Lynch-heilkenni Fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi varpar ljósi á algengi arfgengrar stökkbreytingar sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Niðurstaðan er mesta algengi sem hefur verið lýst eða 0,442% af íslensku þjóðinni. 2. september 2017 12:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Einn af hverjum 226 Íslendingum er með Lynch-heilkennið sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin er að mestu úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson segir nær glæpsamlegt að ekki megi nálgast fólk með banvæna sjúkdóma og bjóða fyrirbyggjandi meðferðir.Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um rannsókn Sigurdísar Haraldsdóttur aðstoðarprófessors í læknisfræði við Stanford-háskóla og hóp vísindamanna sem leiðir í ljós að algengi Lynch-heilkennisins á Íslandi sé það mesta sem fundist hefur. Einn af hverjum 226 er með heilkennið eða 0.442 prósent þjóðarinnar. Áætlað algengi í vestrænum ríkjum er 1 af 370 til 1 af 2.000. Heilkennið eykur mjög líkurnar á ristil-, endaþarms og legbolskrabbameini en er einnig tengt krabbameini í eggjastokkum, smáþörmum og heila. Við rannsóknina var gríðarlegt magn erfðaupplýsinga úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar notað. Í viðtalinu kallar Sigurdís eftir því að þessar upplýsingar verði innleiddar í almenna heilbrigðisþjónustu. Það er nokkuð sem Kári Stefánsson hefur lagt til síðastliðin ár. Að nálgast megi einstaklinga sem eiga í mikilli hættu á að fá ýmsa banvæna sjúkdóma og lengja líf þeirra. „Mér finnst að það sé á mörkum þess að vera glæpsamlegt að nýta sér ekki þá möguleika að finna þá sem eru í svona mikilli hættu," segir hann. Samkvæmt lögum má Íslensk erfðagreining ekki nálgast þetta fólk. „Við vitum ekki hverjir þessir einstaklingar eru en gætum fundið þá með því að nýta gögn sem liggja hjá Íslenskri erfðagreiningu en það verður ekki gert nema með leyfi og vilja yfirvalda. Persónueinkenni eru dulkóðuð en með því að taka þá ákvörðun sem samfélag að nálgast þetta fólk þá gæti þetta samfélag gert það," segir Kári. Viðræður eru við Landspítala, Persónuvernd og Vísindasiðanefnd um hvernig bregðast eigi við ef fólk óskar eftir upplýsingum sjálft en Kári bendir á að margir gangi um grunlausir og detti ekki í hug að kanna málið. „Við erum búin að vinna grundvallarvinnuna en spurningin er hvort við viljum taka þetta á næsta stig. Að hætta að vinna eingöngu að uppgötvunum til að hreykja okkur af og fara að nota þetta til að gagnast fólkinu í landinu.“
Tengdar fréttir Einn af hverjum 226 Íslendingum með Lynch-heilkenni Fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi varpar ljósi á algengi arfgengrar stökkbreytingar sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Niðurstaðan er mesta algengi sem hefur verið lýst eða 0,442% af íslensku þjóðinni. 2. september 2017 12:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Einn af hverjum 226 Íslendingum með Lynch-heilkenni Fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi varpar ljósi á algengi arfgengrar stökkbreytingar sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Niðurstaðan er mesta algengi sem hefur verið lýst eða 0,442% af íslensku þjóðinni. 2. september 2017 12:45