Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Kim Jong-un sést hér standa vígreifur ásamt samstarfsmönnum sínum yfir vopninu. vísir/epa Yfirvöld í Norður-Kóreu sprengdu í gær vetnissprengju og var hún sú öflugasta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarnorkutilraun ríkisins. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norðurkóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Stærsta sprengja sem Norður-Kórea hafði sprengt hingað til var rúm fimmtán kílótonn. Þetta er fyrsta slíka tilraunin sem Norður-Kórea gerir frá því að Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Talið er ljóst að henni hafi verið ætlað að senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Klukkustundum áður en hún sprakk hafði Trump rætt símleiðis við japanska starfsbróður sinn, Shinzo Abe. Á undanförnum vikum og mánuðum hafði aukið púður verið sett í eldflaugatilraunir norðurríkisins. Kim Jong-un hefur fullyrt að þess sé ekki langt að bíða að ríki sitt verði fært um að flytja kjarnorkuvopn með slíkum flaugum. „Bandaríkin íhuga nú, í bland við aðrar mögulegar aðgerðir, að hætta öllum viðskiptum við ríki sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti Donald Trump í gær vegna tilraunarinnar. Líkt og við var að búast fór hann mikinn á samskiptamiðlinum. Sagði hann meðal annars að landið væri mikil ógn við öryggi Bandaríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína og að norðurkóresk yfirvöld „skildu aðeins einn hlut“. Varnarmálaráðherra landsins bætti um betur og sagði að öllum hótunum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra yrði svarað með „massífum hernaðaraðgerðum“. „Rússland er enn sannfært um að unnt sé að leysa stöðuna á Kóreuskaganum með samræðum deiluaðila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands Sergei Ryabkov. Hann segir enn fremur að Rússar fordæmi tilraunirnar en ótímabært sé að ræða frekari þvingunaraðgerðir gegn ríkinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði eftir hörðustu mögulegu aðgerðum sem í boði eru. Þar á meðal var ákall þess efnis að öryggisráð SÞ gripi til aðgerða með það að markmiði að einangra landið algerlega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu var kallað saman vegna atviksins og viðbúnaðarstig hersins hækkað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði eftir því að öryggisráðið kæmi saman vegna málsins. Þá sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilraunir Norður-Kóreu „kærulausar“ og að þær væru óásættanleg ógn gegn stöðugleika alþjóðasamfélagsins.Margfalt öflugri en síðasta sprengja Vetnissprengjan sem sprakk í gær var mun öflugra og fágaðra vopn en talið var að Norður-Kórea hefði í fórum sínum. Þá er gerð hennar talsvert flóknari en klassískrar kjarnorkusprengju. Venjulegar kjarnorkusprengjur eru knúnar áfram af kjarnaklofnun. Í vetnissprengjum á kjarnasamruni, líkt og við þekkjum úr stjörnum, sér hins vegar stað. Smíði slíkra vopna er flóknari en þær á móti mun hættulegri hafi ríki náð tökum á smíðinni. Eyðilegging á mannvirkjum er minni en af venjulegri kjarnorkusprengju en áhrif á lífverur eru öllu meiri. Rússar, Frakkar, Bandaríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir vetnissprengjum í vopnabúri sínu. Sprengjunni í gær fylgdi jarðskjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann meðal annars í Kína. Skjálftinn í kjölfar tilraunarinnar þann 9. september í fyrra mældist 5,3 að styrk. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu sprengdu í gær vetnissprengju og var hún sú öflugasta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarnorkutilraun ríkisins. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norðurkóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Stærsta sprengja sem Norður-Kórea hafði sprengt hingað til var rúm fimmtán kílótonn. Þetta er fyrsta slíka tilraunin sem Norður-Kórea gerir frá því að Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Talið er ljóst að henni hafi verið ætlað að senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Klukkustundum áður en hún sprakk hafði Trump rætt símleiðis við japanska starfsbróður sinn, Shinzo Abe. Á undanförnum vikum og mánuðum hafði aukið púður verið sett í eldflaugatilraunir norðurríkisins. Kim Jong-un hefur fullyrt að þess sé ekki langt að bíða að ríki sitt verði fært um að flytja kjarnorkuvopn með slíkum flaugum. „Bandaríkin íhuga nú, í bland við aðrar mögulegar aðgerðir, að hætta öllum viðskiptum við ríki sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti Donald Trump í gær vegna tilraunarinnar. Líkt og við var að búast fór hann mikinn á samskiptamiðlinum. Sagði hann meðal annars að landið væri mikil ógn við öryggi Bandaríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína og að norðurkóresk yfirvöld „skildu aðeins einn hlut“. Varnarmálaráðherra landsins bætti um betur og sagði að öllum hótunum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra yrði svarað með „massífum hernaðaraðgerðum“. „Rússland er enn sannfært um að unnt sé að leysa stöðuna á Kóreuskaganum með samræðum deiluaðila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands Sergei Ryabkov. Hann segir enn fremur að Rússar fordæmi tilraunirnar en ótímabært sé að ræða frekari þvingunaraðgerðir gegn ríkinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði eftir hörðustu mögulegu aðgerðum sem í boði eru. Þar á meðal var ákall þess efnis að öryggisráð SÞ gripi til aðgerða með það að markmiði að einangra landið algerlega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu var kallað saman vegna atviksins og viðbúnaðarstig hersins hækkað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði eftir því að öryggisráðið kæmi saman vegna málsins. Þá sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilraunir Norður-Kóreu „kærulausar“ og að þær væru óásættanleg ógn gegn stöðugleika alþjóðasamfélagsins.Margfalt öflugri en síðasta sprengja Vetnissprengjan sem sprakk í gær var mun öflugra og fágaðra vopn en talið var að Norður-Kórea hefði í fórum sínum. Þá er gerð hennar talsvert flóknari en klassískrar kjarnorkusprengju. Venjulegar kjarnorkusprengjur eru knúnar áfram af kjarnaklofnun. Í vetnissprengjum á kjarnasamruni, líkt og við þekkjum úr stjörnum, sér hins vegar stað. Smíði slíkra vopna er flóknari en þær á móti mun hættulegri hafi ríki náð tökum á smíðinni. Eyðilegging á mannvirkjum er minni en af venjulegri kjarnorkusprengju en áhrif á lífverur eru öllu meiri. Rússar, Frakkar, Bandaríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir vetnissprengjum í vopnabúri sínu. Sprengjunni í gær fylgdi jarðskjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann meðal annars í Kína. Skjálftinn í kjölfar tilraunarinnar þann 9. september í fyrra mældist 5,3 að styrk.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira