Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2017 10:44 Í kosningabaráttunni tók Donald Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að nema úr gildi áætlun sem tryggir réttindi barna óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag. Forsetinn hyggst gefa þinginu sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. DACA var samþykkt í forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta og ver hún hundruð þúsunda frá því að verða vísað úr landi og veitir þeim réttindi til að starfa og stunda nám í Bandaríkjunum. Í frétt Politico segir að um málamiðlun sé að ræða, en DACA nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Segja heimildarmenn Politico að forsetanum kunni enn að snúast hugur, en hann mun greina frá ákvörðun sinni á morgun. Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var greint frá ákvörðun forsetans í gærmorgun. Ryan hefur áður hvatt forsetann til að láta það vera að nema löggjöfina úr gildi þar sem margir myndu standa frammi fyrir mikill óvissu. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekkert annað land, komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekkert annað heimili,“ sagði Ryan. Í kosningabaráttunni tók Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum og sagðist ætla að nema DACA úr gildi við fyrsta tækifæri. Eftir að hann tók við embætti hefur hann sagt málið „mjög, mjög erfitt“. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa hvatt forsetann til að hætta við áform um að afnema DACA. Þannig tísti Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, að það yrði einhver ljótasta og grimmasta ákvörðun í sögunni ef Trump myndi láta verða af því að nema löggjöfina úr gildi.If Trump decides to end DACA, it will be one of the ugliest and cruelest decisions ever made by a president in our modern history. https://t.co/EXfRAy5azO— Bernie Sanders (@SenSanders) September 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að nema úr gildi áætlun sem tryggir réttindi barna óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag. Forsetinn hyggst gefa þinginu sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. DACA var samþykkt í forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta og ver hún hundruð þúsunda frá því að verða vísað úr landi og veitir þeim réttindi til að starfa og stunda nám í Bandaríkjunum. Í frétt Politico segir að um málamiðlun sé að ræða, en DACA nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Segja heimildarmenn Politico að forsetanum kunni enn að snúast hugur, en hann mun greina frá ákvörðun sinni á morgun. Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var greint frá ákvörðun forsetans í gærmorgun. Ryan hefur áður hvatt forsetann til að láta það vera að nema löggjöfina úr gildi þar sem margir myndu standa frammi fyrir mikill óvissu. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekkert annað land, komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekkert annað heimili,“ sagði Ryan. Í kosningabaráttunni tók Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum og sagðist ætla að nema DACA úr gildi við fyrsta tækifæri. Eftir að hann tók við embætti hefur hann sagt málið „mjög, mjög erfitt“. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa hvatt forsetann til að hætta við áform um að afnema DACA. Þannig tísti Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, að það yrði einhver ljótasta og grimmasta ákvörðun í sögunni ef Trump myndi láta verða af því að nema löggjöfina úr gildi.If Trump decides to end DACA, it will be one of the ugliest and cruelest decisions ever made by a president in our modern history. https://t.co/EXfRAy5azO— Bernie Sanders (@SenSanders) September 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira