Íslenskur frumkvöðull segir Google haga sér eins og hrekkjusvín Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2017 14:02 Jón von Tetzchner er harðorður í garð Google. Vísir/Getty Íslenski frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segir að bandaríski tæknirisinn Google níðist á smærri tæknifyrirtækjum í krafti stærðar sinnar. Tímabært sé að koma böndum á Google sem sé með yfirburðastöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði á internetinu. Þetta kemur fram í bloggfærslu sem Jón skrifar á vefsvæði fyrirtækis hans, Vivaldi. Jón hefur í gegnum tíðina þróað vafra á borð við Opera og Vivaldi sem er nýjasta verkefni hans. Segir hann að fyrst um sinn hafi samstarf hans og fyrirtækja hans við Google gengið vel, ekki síst á upphafsdögum Google þegar fyrirtækið var „nördalegt“. Eftir því sem Google hafi stækkað segir Jón þó að smám saman hafi fyrirtækið farið að færa sig upp á skaftið og allt samstarf orðið erfiðara. Í fyrstu hafi það byrjað þegar samstarf Google og Mozilla sem útbjó Firefox-vafrann, samkeppnisaðila Jóns, varð nánara. Síðar hafi Google þróað ýmis tæki og tól, þar á meðal ritvinnsluhaminn Google Docs, sem Jón segir að séu frábær og nýtist vel. Sá galli á gjöf Njarðar hafi hins vegar verið að Google Docs hafi til að mynda ekki virkað á Opera-vafranum og hafi notendur verið hvattir til þess að skipta Opera-vafranum út fyrir vafra sem styddi Google Docs. Þrátt fyrir að hafa rætt þessi mál við Sergey Brin, annan stofnanda Google, hafi málin ekki þokast áfram og sömu vandamál hafi komið upp þegar Vivaldi-vafrinn var þróaður.Geta ekki staðist freistinguna að misnota vald sitt Alvarlegasta málið kom þó upp nýlega og segir Jón að aðgerðir Google í garð fyrirtækis síns sýni að Google geti ekki staðist að misnota það mikla vald sem Google hefur á auglýsingamarkaði.Larry Page er annar stofnanda Google og hitti Jón þegar Google var enn lítið fyrirtæki.Vísir/GettyGoogle er einn stærsti seljandi auglýsinga í heiminum í gegnum Google AdWords þjónustuna sem selur og birtir auglýsingar á vefsíðum um allan heiminn. Segir Jón að Google AdWords sé mikilvæg auglýsingaþjónusta fyrir tæknifyrirtæki og stöðvi Google birtingu auglýsinga sem viðkomandi fyrirtæki reiðir sig á geti það verið reiðarslag. Greinir Jón frá því að nýverið hafi Google lokað á auglýsingaherferð Vivaldi án aðvörunar. Segir Jón að tímasetningin hafi ekki verið tilviljun en Jón hefur að undanförnu gagnrýnt gagnasöfnun tæknifyritækja á borð við Facebook og Google. „Tveimur dögum eftir að gagnrýni mín birtist í grein á vefsíðunni Wired komumst við því að búið var að loka á allar auglýsingar okkar í gegnum Google Adwords, án aðvörunar,“ skrifar Jón. Þegar leitað var svara hjá Google bárust þau svör að til þess að fá aftur aðgang að auglýsingaþjónustu Google þyrfti fyrirtæki Jóns meðal annars að beygja sig undir tilmæli um hvernig ætti að raða upp efni á vefsíðu fyrirtæki Jóns. Þriggja mánaða samningaviðræður við Google skiluðu engu og það var ekki fyrr en Jón og félagar samþykktu að gangast undir skilmála Google að fyrirtækið fékk aftur aðgang að auglýsingaþjónustu Google.„Verandi í einokunarstöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði sýnir Google að það getur ekki staðist þá freistingu að misbeita valdi sínu. Mér þykir þessi umbreyting úr nördalegu og jákvæðu fyrirtæki í það hrekkusvín sem það er árið 2017.“ Google Tengdar fréttir „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Íslenskur vefvafri fær góða dóma erlendis. 3. maí 2016 13:13 Jón Tetzchner kaupir hús á Ísafirði undir ostagerð Leigir húsið til Örnu sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum. 5. september 2016 13:10 Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn "Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ 25. janúar 2017 14:47 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Íslenski frumkvöðullinn Jón von Tetzchner segir að bandaríski tæknirisinn Google níðist á smærri tæknifyrirtækjum í krafti stærðar sinnar. Tímabært sé að koma böndum á Google sem sé með yfirburðastöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði á internetinu. Þetta kemur fram í bloggfærslu sem Jón skrifar á vefsvæði fyrirtækis hans, Vivaldi. Jón hefur í gegnum tíðina þróað vafra á borð við Opera og Vivaldi sem er nýjasta verkefni hans. Segir hann að fyrst um sinn hafi samstarf hans og fyrirtækja hans við Google gengið vel, ekki síst á upphafsdögum Google þegar fyrirtækið var „nördalegt“. Eftir því sem Google hafi stækkað segir Jón þó að smám saman hafi fyrirtækið farið að færa sig upp á skaftið og allt samstarf orðið erfiðara. Í fyrstu hafi það byrjað þegar samstarf Google og Mozilla sem útbjó Firefox-vafrann, samkeppnisaðila Jóns, varð nánara. Síðar hafi Google þróað ýmis tæki og tól, þar á meðal ritvinnsluhaminn Google Docs, sem Jón segir að séu frábær og nýtist vel. Sá galli á gjöf Njarðar hafi hins vegar verið að Google Docs hafi til að mynda ekki virkað á Opera-vafranum og hafi notendur verið hvattir til þess að skipta Opera-vafranum út fyrir vafra sem styddi Google Docs. Þrátt fyrir að hafa rætt þessi mál við Sergey Brin, annan stofnanda Google, hafi málin ekki þokast áfram og sömu vandamál hafi komið upp þegar Vivaldi-vafrinn var þróaður.Geta ekki staðist freistinguna að misnota vald sitt Alvarlegasta málið kom þó upp nýlega og segir Jón að aðgerðir Google í garð fyrirtækis síns sýni að Google geti ekki staðist að misnota það mikla vald sem Google hefur á auglýsingamarkaði.Larry Page er annar stofnanda Google og hitti Jón þegar Google var enn lítið fyrirtæki.Vísir/GettyGoogle er einn stærsti seljandi auglýsinga í heiminum í gegnum Google AdWords þjónustuna sem selur og birtir auglýsingar á vefsíðum um allan heiminn. Segir Jón að Google AdWords sé mikilvæg auglýsingaþjónusta fyrir tæknifyrirtæki og stöðvi Google birtingu auglýsinga sem viðkomandi fyrirtæki reiðir sig á geti það verið reiðarslag. Greinir Jón frá því að nýverið hafi Google lokað á auglýsingaherferð Vivaldi án aðvörunar. Segir Jón að tímasetningin hafi ekki verið tilviljun en Jón hefur að undanförnu gagnrýnt gagnasöfnun tæknifyritækja á borð við Facebook og Google. „Tveimur dögum eftir að gagnrýni mín birtist í grein á vefsíðunni Wired komumst við því að búið var að loka á allar auglýsingar okkar í gegnum Google Adwords, án aðvörunar,“ skrifar Jón. Þegar leitað var svara hjá Google bárust þau svör að til þess að fá aftur aðgang að auglýsingaþjónustu Google þyrfti fyrirtæki Jóns meðal annars að beygja sig undir tilmæli um hvernig ætti að raða upp efni á vefsíðu fyrirtæki Jóns. Þriggja mánaða samningaviðræður við Google skiluðu engu og það var ekki fyrr en Jón og félagar samþykktu að gangast undir skilmála Google að fyrirtækið fékk aftur aðgang að auglýsingaþjónustu Google.„Verandi í einokunarstöðu á leitarvéla- og auglýsingamarkaði sýnir Google að það getur ekki staðist þá freistingu að misbeita valdi sínu. Mér þykir þessi umbreyting úr nördalegu og jákvæðu fyrirtæki í það hrekkusvín sem það er árið 2017.“
Google Tengdar fréttir „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Íslenskur vefvafri fær góða dóma erlendis. 3. maí 2016 13:13 Jón Tetzchner kaupir hús á Ísafirði undir ostagerð Leigir húsið til Örnu sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum. 5. september 2016 13:10 Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn "Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ 25. janúar 2017 14:47 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
„Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Íslenskur vefvafri fær góða dóma erlendis. 3. maí 2016 13:13
Jón Tetzchner kaupir hús á Ísafirði undir ostagerð Leigir húsið til Örnu sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum. 5. september 2016 13:10
Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn "Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ 25. janúar 2017 14:47