Atlantshafsfellibylurinn Irma þokast nú í átt að Karíbahafinu. Viðvaranir hafa verið gefnar út á Hléborðaeyjum og grannt er fylgst með fellibylnum á Púertó Ríkó og fleiri eyjum í Karíbahafi. Hugsanlegt er að Irma gangi á land í Bandaríkjunum.
Irma var flokkuð sem þriðja stigs fellibylur í dag, að sögn Washington Post. Veðurlíkön eru nú sögð benda til þess að meiri líkur séu en áður á því að Irma stefni á strendur Bandaríkjanna. Veðufræðingar telja nú að hugsanlega muni fellibylurinn skella á Flórída eða Mexíkóflóaströnd Bandaríkjanna snemma í næstu viku.
Jafnvel er spáð að Irma muni enn sækja í sig veðrið næsta sólahringinn þar sem aðstæður eru hagfelldar fellibyljum. Hún gæti verið orðin fjórða stigs fellibylur þegar hún nálgast Bandarísku Jómfrúareyjar á miðvikudag.
Fellbyljamiðstöð Bandaríkjanna varar við því að hitabeltisstormur verði skollinn á í Flórída síðdegis á föstudag. Spáð er sterkum vindi, úrhellisrigningu og hættulegum sjávarflóðum. Flóðin eru sérstaklega hættuleg á láglendum svæðum í sunnanverðri Flórída.
Irma ógnar Karíbaeyjum og Flórída

Tengdar fréttir

Grannt fylgst með Irmu
Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey.

Irma orðin að þriðja stigs fellibyl
Vindhraði Irmu er nú orðinn 50 metrar á sekúndu og hefur styrkur fellibylsins aukist hratt á síðasta sólarhring.

Hafa auga með fleiri stormum við Mexíkóflóa
Hitabeltisstormurinn Irma gæti stefnt á land í Karíbahafi eða við Mexíkóflóa í byrjun næstu viku beint í kjölfar Harvey.