Endurskoðun stjórnarskrárinnar – Eftir hverju er beðið? Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon skrifar 7. september 2017 07:00 Í grein í þessu blaði 10. nóvember sl. rifjuðum við upp tilraunir undanfarinna ára til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar, þ. á m. setningar laga um Stjórnlagaþing árið 2010 og tillögur Stjórnlagaráðs sem kynntar voru á þeim grunni sumarið 2011. Við vísuðum einnig til þess að í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 samþykktu 64,2% þeirra sem greiddu atkvæði að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þótt fyrir lægi að uppi væri afgerandi krafa um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar töldum við að ekki yrði hjá því litið að umræða síðustu missera hefur einkennst af togstreitu milli þeirra sem telja að leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar, meira eða minna óbreyttar, og þeirra sem virðast vilja sem allra minnstar eða jafnvel engar breytingar. Við þessar aðstæður lögðum við eftirfarandi til:1. Að Alþingi samþykki langtímaáætlun, t.d. 12 ár, um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, helst einróma, þar sem vísað væri til helstu efnislegu forsendna endurskoðunar, svo sem frumvarps Stjórnlagaráðs og reynslunnar af gildandi reglum.2. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um stofnun a.m.k. 30 manna Stjórnarskrárráðs sem í væri valið af handahófi (þó þannig að gætt væri að jöfnum hlutföllum kynja og kjördæma) úr hópi þeirra Íslendinga sem gæfu kost á sér til þessara starfa. Gera ætti ráð fyrir því að ráðið kæmi til fundar a.m.k. einu sinni á ári og skipun í ráðið væri tímabundin.3. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um skipun stjórnarskrárnefndar sem í eiga sæti a.m.k. fimm sérfræðingar á sviði stjórnlaga, stjórnmálafræði og/eða stjórnmálaheimspeki. Hlutverk nefndarinnar ætti að vera að undirbúa tillögur, eftir atvikum með aðstoð annarra sérfræðinga og/eða vinnuhópa, sem lagðar yrðu fyrir Stjórnarskrárráð til nánari umfjöllunar, samþykktar, synjunar eða breytinga. Stjórnarskrárráð gæti einnig lagt fyrir nefndina að vinna tillögur um ákveðin efni eða sett henni markmið. Með því fyrirkomulagi sem hér var gerð tillaga um væri ekki haggað við reglum gildandi stjórnskipunar um breytingar á stjórnarskránni. Eftir sem áður yrði það því í höndum ráðherra og þingmanna að leggja fram formleg frumvörp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi sem hefði, ásamt þjóðinni, lokaorðið um breytingar. Með þessu væri hins vegar orðinn til sjálfstæður ferill og nýtt samtal um heildarendurskoðun, með aðkomu almennings studds af sérfræðingum, sem gæti rofið núverandi þrátefli og varðað veginn til sáttar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir eftirfarandi um stjórnarskrármál: „Unnið verður að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á grundvelli þess viðamikla starfs sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Ríkisstjórnin mun bjóða öllum þingflokkum á Alþingi að skipa fulltrúa í þingmannanefnd sem mun starfa með færustu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar að sem bestri sátt um tillögur að breytingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sérstakt markmið er að breytingatillögur fái góða kynningu og umræðu fyrir framlagningu á Alþingi og vandaða þinglega meðferð sem eftir atvikum verði með opnum fundum. Hugað verði að breytingum á kjördæmaskipan með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af síðustu breytingum í þeim efnum. Kosningalöggjöf verði yfirfarin samhliða því starfi með það fyrir augum að hún verði einfaldari og miði að meira jafnræði í atkvæðavægi.“ Umrædd stefnuyfirlýsing er góð og gild eins langt og hún nær. Nú, hartnær átta mánuðum eftir að ríkisstjórnin tók til starfa, sér þess hins vegar lítil merki að henni sé fylgt eftir í verki. Vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili bar ekki árangur. Ef núverandi ríkisstjórn hefur raunverulegan áhuga á því að standa við stefnuyfirlýsingu sína um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, þ.á.m. flókinnar og umdeildrar kjördæma- og kosningaskipanar lýðveldisins, hljótum við einfaldlega að spyrja: Eftir hverju er beðið? Greinarhöfundur sátu í stjórnlaganefnd 2010-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Í grein í þessu blaði 10. nóvember sl. rifjuðum við upp tilraunir undanfarinna ára til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar, þ. á m. setningar laga um Stjórnlagaþing árið 2010 og tillögur Stjórnlagaráðs sem kynntar voru á þeim grunni sumarið 2011. Við vísuðum einnig til þess að í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 samþykktu 64,2% þeirra sem greiddu atkvæði að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þótt fyrir lægi að uppi væri afgerandi krafa um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar töldum við að ekki yrði hjá því litið að umræða síðustu missera hefur einkennst af togstreitu milli þeirra sem telja að leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar, meira eða minna óbreyttar, og þeirra sem virðast vilja sem allra minnstar eða jafnvel engar breytingar. Við þessar aðstæður lögðum við eftirfarandi til:1. Að Alþingi samþykki langtímaáætlun, t.d. 12 ár, um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, helst einróma, þar sem vísað væri til helstu efnislegu forsendna endurskoðunar, svo sem frumvarps Stjórnlagaráðs og reynslunnar af gildandi reglum.2. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um stofnun a.m.k. 30 manna Stjórnarskrárráðs sem í væri valið af handahófi (þó þannig að gætt væri að jöfnum hlutföllum kynja og kjördæma) úr hópi þeirra Íslendinga sem gæfu kost á sér til þessara starfa. Gera ætti ráð fyrir því að ráðið kæmi til fundar a.m.k. einu sinni á ári og skipun í ráðið væri tímabundin.3. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um skipun stjórnarskrárnefndar sem í eiga sæti a.m.k. fimm sérfræðingar á sviði stjórnlaga, stjórnmálafræði og/eða stjórnmálaheimspeki. Hlutverk nefndarinnar ætti að vera að undirbúa tillögur, eftir atvikum með aðstoð annarra sérfræðinga og/eða vinnuhópa, sem lagðar yrðu fyrir Stjórnarskrárráð til nánari umfjöllunar, samþykktar, synjunar eða breytinga. Stjórnarskrárráð gæti einnig lagt fyrir nefndina að vinna tillögur um ákveðin efni eða sett henni markmið. Með því fyrirkomulagi sem hér var gerð tillaga um væri ekki haggað við reglum gildandi stjórnskipunar um breytingar á stjórnarskránni. Eftir sem áður yrði það því í höndum ráðherra og þingmanna að leggja fram formleg frumvörp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi sem hefði, ásamt þjóðinni, lokaorðið um breytingar. Með þessu væri hins vegar orðinn til sjálfstæður ferill og nýtt samtal um heildarendurskoðun, með aðkomu almennings studds af sérfræðingum, sem gæti rofið núverandi þrátefli og varðað veginn til sáttar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir eftirfarandi um stjórnarskrármál: „Unnið verður að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á grundvelli þess viðamikla starfs sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Ríkisstjórnin mun bjóða öllum þingflokkum á Alþingi að skipa fulltrúa í þingmannanefnd sem mun starfa með færustu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar að sem bestri sátt um tillögur að breytingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sérstakt markmið er að breytingatillögur fái góða kynningu og umræðu fyrir framlagningu á Alþingi og vandaða þinglega meðferð sem eftir atvikum verði með opnum fundum. Hugað verði að breytingum á kjördæmaskipan með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af síðustu breytingum í þeim efnum. Kosningalöggjöf verði yfirfarin samhliða því starfi með það fyrir augum að hún verði einfaldari og miði að meira jafnræði í atkvæðavægi.“ Umrædd stefnuyfirlýsing er góð og gild eins langt og hún nær. Nú, hartnær átta mánuðum eftir að ríkisstjórnin tók til starfa, sér þess hins vegar lítil merki að henni sé fylgt eftir í verki. Vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili bar ekki árangur. Ef núverandi ríkisstjórn hefur raunverulegan áhuga á því að standa við stefnuyfirlýsingu sína um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, þ.á.m. flókinnar og umdeildrar kjördæma- og kosningaskipanar lýðveldisins, hljótum við einfaldlega að spyrja: Eftir hverju er beðið? Greinarhöfundur sátu í stjórnlaganefnd 2010-2011.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun