Endurskoðun stjórnarskrárinnar – Eftir hverju er beðið? Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon skrifar 7. september 2017 07:00 Í grein í þessu blaði 10. nóvember sl. rifjuðum við upp tilraunir undanfarinna ára til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar, þ. á m. setningar laga um Stjórnlagaþing árið 2010 og tillögur Stjórnlagaráðs sem kynntar voru á þeim grunni sumarið 2011. Við vísuðum einnig til þess að í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 samþykktu 64,2% þeirra sem greiddu atkvæði að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þótt fyrir lægi að uppi væri afgerandi krafa um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar töldum við að ekki yrði hjá því litið að umræða síðustu missera hefur einkennst af togstreitu milli þeirra sem telja að leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar, meira eða minna óbreyttar, og þeirra sem virðast vilja sem allra minnstar eða jafnvel engar breytingar. Við þessar aðstæður lögðum við eftirfarandi til:1. Að Alþingi samþykki langtímaáætlun, t.d. 12 ár, um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, helst einróma, þar sem vísað væri til helstu efnislegu forsendna endurskoðunar, svo sem frumvarps Stjórnlagaráðs og reynslunnar af gildandi reglum.2. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um stofnun a.m.k. 30 manna Stjórnarskrárráðs sem í væri valið af handahófi (þó þannig að gætt væri að jöfnum hlutföllum kynja og kjördæma) úr hópi þeirra Íslendinga sem gæfu kost á sér til þessara starfa. Gera ætti ráð fyrir því að ráðið kæmi til fundar a.m.k. einu sinni á ári og skipun í ráðið væri tímabundin.3. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um skipun stjórnarskrárnefndar sem í eiga sæti a.m.k. fimm sérfræðingar á sviði stjórnlaga, stjórnmálafræði og/eða stjórnmálaheimspeki. Hlutverk nefndarinnar ætti að vera að undirbúa tillögur, eftir atvikum með aðstoð annarra sérfræðinga og/eða vinnuhópa, sem lagðar yrðu fyrir Stjórnarskrárráð til nánari umfjöllunar, samþykktar, synjunar eða breytinga. Stjórnarskrárráð gæti einnig lagt fyrir nefndina að vinna tillögur um ákveðin efni eða sett henni markmið. Með því fyrirkomulagi sem hér var gerð tillaga um væri ekki haggað við reglum gildandi stjórnskipunar um breytingar á stjórnarskránni. Eftir sem áður yrði það því í höndum ráðherra og þingmanna að leggja fram formleg frumvörp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi sem hefði, ásamt þjóðinni, lokaorðið um breytingar. Með þessu væri hins vegar orðinn til sjálfstæður ferill og nýtt samtal um heildarendurskoðun, með aðkomu almennings studds af sérfræðingum, sem gæti rofið núverandi þrátefli og varðað veginn til sáttar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir eftirfarandi um stjórnarskrármál: „Unnið verður að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á grundvelli þess viðamikla starfs sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Ríkisstjórnin mun bjóða öllum þingflokkum á Alþingi að skipa fulltrúa í þingmannanefnd sem mun starfa með færustu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar að sem bestri sátt um tillögur að breytingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sérstakt markmið er að breytingatillögur fái góða kynningu og umræðu fyrir framlagningu á Alþingi og vandaða þinglega meðferð sem eftir atvikum verði með opnum fundum. Hugað verði að breytingum á kjördæmaskipan með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af síðustu breytingum í þeim efnum. Kosningalöggjöf verði yfirfarin samhliða því starfi með það fyrir augum að hún verði einfaldari og miði að meira jafnræði í atkvæðavægi.“ Umrædd stefnuyfirlýsing er góð og gild eins langt og hún nær. Nú, hartnær átta mánuðum eftir að ríkisstjórnin tók til starfa, sér þess hins vegar lítil merki að henni sé fylgt eftir í verki. Vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili bar ekki árangur. Ef núverandi ríkisstjórn hefur raunverulegan áhuga á því að standa við stefnuyfirlýsingu sína um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, þ.á.m. flókinnar og umdeildrar kjördæma- og kosningaskipanar lýðveldisins, hljótum við einfaldlega að spyrja: Eftir hverju er beðið? Greinarhöfundur sátu í stjórnlaganefnd 2010-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í þessu blaði 10. nóvember sl. rifjuðum við upp tilraunir undanfarinna ára til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar, þ. á m. setningar laga um Stjórnlagaþing árið 2010 og tillögur Stjórnlagaráðs sem kynntar voru á þeim grunni sumarið 2011. Við vísuðum einnig til þess að í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 samþykktu 64,2% þeirra sem greiddu atkvæði að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þótt fyrir lægi að uppi væri afgerandi krafa um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar töldum við að ekki yrði hjá því litið að umræða síðustu missera hefur einkennst af togstreitu milli þeirra sem telja að leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar, meira eða minna óbreyttar, og þeirra sem virðast vilja sem allra minnstar eða jafnvel engar breytingar. Við þessar aðstæður lögðum við eftirfarandi til:1. Að Alþingi samþykki langtímaáætlun, t.d. 12 ár, um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, helst einróma, þar sem vísað væri til helstu efnislegu forsendna endurskoðunar, svo sem frumvarps Stjórnlagaráðs og reynslunnar af gildandi reglum.2. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um stofnun a.m.k. 30 manna Stjórnarskrárráðs sem í væri valið af handahófi (þó þannig að gætt væri að jöfnum hlutföllum kynja og kjördæma) úr hópi þeirra Íslendinga sem gæfu kost á sér til þessara starfa. Gera ætti ráð fyrir því að ráðið kæmi til fundar a.m.k. einu sinni á ári og skipun í ráðið væri tímabundin.3. Að í ályktun Alþingis sé kveðið á um skipun stjórnarskrárnefndar sem í eiga sæti a.m.k. fimm sérfræðingar á sviði stjórnlaga, stjórnmálafræði og/eða stjórnmálaheimspeki. Hlutverk nefndarinnar ætti að vera að undirbúa tillögur, eftir atvikum með aðstoð annarra sérfræðinga og/eða vinnuhópa, sem lagðar yrðu fyrir Stjórnarskrárráð til nánari umfjöllunar, samþykktar, synjunar eða breytinga. Stjórnarskrárráð gæti einnig lagt fyrir nefndina að vinna tillögur um ákveðin efni eða sett henni markmið. Með því fyrirkomulagi sem hér var gerð tillaga um væri ekki haggað við reglum gildandi stjórnskipunar um breytingar á stjórnarskránni. Eftir sem áður yrði það því í höndum ráðherra og þingmanna að leggja fram formleg frumvörp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi sem hefði, ásamt þjóðinni, lokaorðið um breytingar. Með þessu væri hins vegar orðinn til sjálfstæður ferill og nýtt samtal um heildarendurskoðun, með aðkomu almennings studds af sérfræðingum, sem gæti rofið núverandi þrátefli og varðað veginn til sáttar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir eftirfarandi um stjórnarskrármál: „Unnið verður að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands á grundvelli þess viðamikla starfs sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Ríkisstjórnin mun bjóða öllum þingflokkum á Alþingi að skipa fulltrúa í þingmannanefnd sem mun starfa með færustu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar að sem bestri sátt um tillögur að breytingum sem verði lagðar fram eigi síðar en árið 2019. Sérstakt markmið er að breytingatillögur fái góða kynningu og umræðu fyrir framlagningu á Alþingi og vandaða þinglega meðferð sem eftir atvikum verði með opnum fundum. Hugað verði að breytingum á kjördæmaskipan með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af síðustu breytingum í þeim efnum. Kosningalöggjöf verði yfirfarin samhliða því starfi með það fyrir augum að hún verði einfaldari og miði að meira jafnræði í atkvæðavægi.“ Umrædd stefnuyfirlýsing er góð og gild eins langt og hún nær. Nú, hartnær átta mánuðum eftir að ríkisstjórnin tók til starfa, sér þess hins vegar lítil merki að henni sé fylgt eftir í verki. Vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili bar ekki árangur. Ef núverandi ríkisstjórn hefur raunverulegan áhuga á því að standa við stefnuyfirlýsingu sína um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, þ.á.m. flókinnar og umdeildrar kjördæma- og kosningaskipanar lýðveldisins, hljótum við einfaldlega að spyrja: Eftir hverju er beðið? Greinarhöfundur sátu í stjórnlaganefnd 2010-2011.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar