Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Haraldur Guðmundsson skrifar 7. september 2017 06:00 Opna á þriðju verslun H&M hér á land á Hafnartorgi þegar framkvæmdum þar verður lokið um mitt næsta ár. vísir/ernir Stjórnendur Regins óskuðu í vikunni eftir staðfestingu forsvarsmanna H&M um að enn standi til að opna þriðju verslun sænska fatarisans hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri fasteignafélagsins segir orð forstjóra H&M Group í síðustu viku, um að ekki sé fullvíst að verslunin verði opnuð þar, hafa komið á óvart og vísar í leigusamning sem undirritaður var í júlí í fyrra.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gva„Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið síðasta fimmtudag að opnun verslunar sænska fatarisans á Hafnartorgi muni ráðast af gengi H&M í Smáralind og Kringlunni. Búið væri að taka ákvörðun um að opna þær tvær en sú þriðja væri í vinnslu, eins og Persson orðaði það. Helgi vill ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en að staðfesta að hann hafi óskað skýringa hjá H&M. Aftur á móti hafi hvorki Reginn né H&M farið fram á leiðréttingu á því sem haft var eftir Persson í viðtalinu. Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár. Fasteignafélagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu 8. júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun verslana í Smáralind og á Hafnartorgi. Ljóst er að opnun H&M á torginu er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu þess en líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnendur Regins átt í viðræðum við marga aðra mögulega leigutaka og þar á meðal dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunina Illums Bolighus. „Auðvitað er þetta stórt svæði en þetta er minni verslun en flaggskipið í Smáralind en stærri en verslun þeirra í Kringlunni,“ svarar Helgi aðspurður hvort stjórnendur Regins líti ekki svo á að H&M sé kjölfestuleigjandi á Hafnartorginu. Birtist í Fréttablaðinu H&M Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Stjórnendur Regins óskuðu í vikunni eftir staðfestingu forsvarsmanna H&M um að enn standi til að opna þriðju verslun sænska fatarisans hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Forstjóri fasteignafélagsins segir orð forstjóra H&M Group í síðustu viku, um að ekki sé fullvíst að verslunin verði opnuð þar, hafa komið á óvart og vísar í leigusamning sem undirritaður var í júlí í fyrra.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gva„Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið síðasta fimmtudag að opnun verslunar sænska fatarisans á Hafnartorgi muni ráðast af gengi H&M í Smáralind og Kringlunni. Búið væri að taka ákvörðun um að opna þær tvær en sú þriðja væri í vinnslu, eins og Persson orðaði það. Helgi vill ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en að staðfesta að hann hafi óskað skýringa hjá H&M. Aftur á móti hafi hvorki Reginn né H&M farið fram á leiðréttingu á því sem haft var eftir Persson í viðtalinu. Reginn keypti um 8.600 fermetra verslunar- og veitingarými á Hafnartorgsreitnum sem nú er í byggingu. Verklok eru áætluð um mitt næsta ár. Fasteignafélagið og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, undirrituðu 8. júlí í fyrra leigusamninga við H&M um opnun verslana í Smáralind og á Hafnartorgi. Ljóst er að opnun H&M á torginu er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu þess en líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnendur Regins átt í viðræðum við marga aðra mögulega leigutaka og þar á meðal dönsku húsgagna- og búsáhaldaverslunina Illums Bolighus. „Auðvitað er þetta stórt svæði en þetta er minni verslun en flaggskipið í Smáralind en stærri en verslun þeirra í Kringlunni,“ svarar Helgi aðspurður hvort stjórnendur Regins líti ekki svo á að H&M sé kjölfestuleigjandi á Hafnartorginu.
Birtist í Fréttablaðinu H&M Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira