Ól upp marga af bestu listamönnum Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2017 06:00 Þorgerður Ingólfsdóttir hefur stýrt kórastarfi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í 50 ár. Hún hefur haft mikil áhrif á marga af fremstu listamönnum Íslands. vísir/stefán „Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira