Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2017 11:53 Mike Pence og Donald Trump. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera æfir út í Donald Trump, forseta, eftir að hann fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. Samkomulagið snýr að skuldaþaki ríkisins og fjármögnun stjórnvalda en klukkustund áður en Trump samþykkti tilboð demókrata hafði Paul Ryan, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, hæðst að tilboðinu. Þar að auki mun Hvíta húsið hafa sagt Ryan í fyrrakvöld að forsetinn myndi styðja tillögu hans. Samkomulag Trump við Nancy Pelosi og Chuck Schumer er þó einungis til skamms tíma. Því munu þingmenn þurfa að semja aftur um skuldaþakið í desember. Repúblikanar segja forsetann hafa gefið demókrötum mun sterkari stöðu í þeim viðræðum, samkvæmt frétt Politico.Samkomulagið tryggði einnig fjármuni til að koma íbúum Texas til aðstoðar vegna fellibylsins Harvey.Versnandi samband Samband Trump og repúblikana hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir misheppnaðar tilraunir til að koma frumvörpum og stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins. Trump hefur ráðist gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, og kennt honum um að ekki hafi gengið að gera breytingar á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Þegar forsetinn ræddi við blaðamann í gærkvöldi sagðist hann hafa átt „mjög góðan“ fund með Pelosi og Schumer, án þess að nefnda þá Ryan og McConnell á nafn en þeir voru einnig á fundinum. þingmenn Repúblikanaflokksins hafa margir tjáð sig um málið og virðast þeir einróma í því að ákvörðun Trump hafi komið flokknum illa. Meðal þess sem þingmennirnir hafa sagt er að Trump hafi svikið flokkinn. Þá segja þingmenn að nú sé ljóst að engu verði áorkað þar til í desember. Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera æfir út í Donald Trump, forseta, eftir að hann fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. Samkomulagið snýr að skuldaþaki ríkisins og fjármögnun stjórnvalda en klukkustund áður en Trump samþykkti tilboð demókrata hafði Paul Ryan, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, hæðst að tilboðinu. Þar að auki mun Hvíta húsið hafa sagt Ryan í fyrrakvöld að forsetinn myndi styðja tillögu hans. Samkomulag Trump við Nancy Pelosi og Chuck Schumer er þó einungis til skamms tíma. Því munu þingmenn þurfa að semja aftur um skuldaþakið í desember. Repúblikanar segja forsetann hafa gefið demókrötum mun sterkari stöðu í þeim viðræðum, samkvæmt frétt Politico.Samkomulagið tryggði einnig fjármuni til að koma íbúum Texas til aðstoðar vegna fellibylsins Harvey.Versnandi samband Samband Trump og repúblikana hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir misheppnaðar tilraunir til að koma frumvörpum og stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins. Trump hefur ráðist gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, og kennt honum um að ekki hafi gengið að gera breytingar á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Þegar forsetinn ræddi við blaðamann í gærkvöldi sagðist hann hafa átt „mjög góðan“ fund með Pelosi og Schumer, án þess að nefnda þá Ryan og McConnell á nafn en þeir voru einnig á fundinum. þingmenn Repúblikanaflokksins hafa margir tjáð sig um málið og virðast þeir einróma í því að ákvörðun Trump hafi komið flokknum illa. Meðal þess sem þingmennirnir hafa sagt er að Trump hafi svikið flokkinn. Þá segja þingmenn að nú sé ljóst að engu verði áorkað þar til í desember.
Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira