Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2017 11:53 Mike Pence og Donald Trump. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera æfir út í Donald Trump, forseta, eftir að hann fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. Samkomulagið snýr að skuldaþaki ríkisins og fjármögnun stjórnvalda en klukkustund áður en Trump samþykkti tilboð demókrata hafði Paul Ryan, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, hæðst að tilboðinu. Þar að auki mun Hvíta húsið hafa sagt Ryan í fyrrakvöld að forsetinn myndi styðja tillögu hans. Samkomulag Trump við Nancy Pelosi og Chuck Schumer er þó einungis til skamms tíma. Því munu þingmenn þurfa að semja aftur um skuldaþakið í desember. Repúblikanar segja forsetann hafa gefið demókrötum mun sterkari stöðu í þeim viðræðum, samkvæmt frétt Politico.Samkomulagið tryggði einnig fjármuni til að koma íbúum Texas til aðstoðar vegna fellibylsins Harvey.Versnandi samband Samband Trump og repúblikana hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir misheppnaðar tilraunir til að koma frumvörpum og stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins. Trump hefur ráðist gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, og kennt honum um að ekki hafi gengið að gera breytingar á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Þegar forsetinn ræddi við blaðamann í gærkvöldi sagðist hann hafa átt „mjög góðan“ fund með Pelosi og Schumer, án þess að nefnda þá Ryan og McConnell á nafn en þeir voru einnig á fundinum. þingmenn Repúblikanaflokksins hafa margir tjáð sig um málið og virðast þeir einróma í því að ákvörðun Trump hafi komið flokknum illa. Meðal þess sem þingmennirnir hafa sagt er að Trump hafi svikið flokkinn. Þá segja þingmenn að nú sé ljóst að engu verði áorkað þar til í desember. Donald Trump Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera æfir út í Donald Trump, forseta, eftir að hann fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. Samkomulagið snýr að skuldaþaki ríkisins og fjármögnun stjórnvalda en klukkustund áður en Trump samþykkti tilboð demókrata hafði Paul Ryan, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, hæðst að tilboðinu. Þar að auki mun Hvíta húsið hafa sagt Ryan í fyrrakvöld að forsetinn myndi styðja tillögu hans. Samkomulag Trump við Nancy Pelosi og Chuck Schumer er þó einungis til skamms tíma. Því munu þingmenn þurfa að semja aftur um skuldaþakið í desember. Repúblikanar segja forsetann hafa gefið demókrötum mun sterkari stöðu í þeim viðræðum, samkvæmt frétt Politico.Samkomulagið tryggði einnig fjármuni til að koma íbúum Texas til aðstoðar vegna fellibylsins Harvey.Versnandi samband Samband Trump og repúblikana hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir misheppnaðar tilraunir til að koma frumvörpum og stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins. Trump hefur ráðist gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, og kennt honum um að ekki hafi gengið að gera breytingar á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Þegar forsetinn ræddi við blaðamann í gærkvöldi sagðist hann hafa átt „mjög góðan“ fund með Pelosi og Schumer, án þess að nefnda þá Ryan og McConnell á nafn en þeir voru einnig á fundinum. þingmenn Repúblikanaflokksins hafa margir tjáð sig um málið og virðast þeir einróma í því að ákvörðun Trump hafi komið flokknum illa. Meðal þess sem þingmennirnir hafa sagt er að Trump hafi svikið flokkinn. Þá segja þingmenn að nú sé ljóst að engu verði áorkað þar til í desember.
Donald Trump Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira