WOW air hefur aflýst tveimur flugferðum til og frá Miami vegna fellibylsins Irmu.
Í tilkynningu frá WOW segir að um sé að ræða flug sem áttu að fara frá Keflavíkurflugvelli á föstudag og frá Miami á laugardag.
„Ekki er búið að taka ákvörðun um aðrar flugferðir en fylgst verður vel með stöðu mála í Miami og farþegar upplýstir jafn óðum með tölvupósti, smáskilaboðum og á heimasíðu WOW air.
Farþegum hefur verið gefinn kostur á að hætta við flug og fá fulla endurgreiðslu, breyta flugi sínu á aðrar dagsetningar eða velja flug frá öðrum brottfararstöðum WOW air á austurströnd Bandaríkjanna, Washington D.C., Boston eða New York.
Þá er þeim farþegum sem eiga flug heim frá Miami til Íslands í kvöld bent á að mæta sérstaklega snemma á flugvöllinn til þess að forðast örtröð og verður innritunarborðið opnað fyrr eða um kl 12 að staðartíma,“ segir í tilkynningunni.
WOW aflýsir ferðum til Miami vegna Irmu

Tengdar fréttir

Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi
Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag.

Irma veldur tjóni í Karíbahafi
Betur fór en á horfðist þegar Irma gekk yfir Antígva og Barbúda í gær. Minnst tveir létust og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir á St. Bart og St. Martin.