Antígva og Barbúda
• Íbúafjöldi: 90.800.
• Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka.
• Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.
Sankti Martin
• Íbúafjöldi: 75 þúsund.
• Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten).
• Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.
Sankti Barthelemy
• Íbúafjöldi: 9.200.
• Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn.
• Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.
Angvilla
• Íbúafjöldi: 13.500.
• Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn.
• Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.
Bresku jómfrúreyjar
• Íbúafjöldi: 20.600.
• Standa saman af fjörutíu eyjum.
• Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.
Púertó Ríkó
• Íbúafjöldi: 3,7 milljónir.
• Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi.
• Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.
Dóminíska lýðveldið
• Íbúafjöldi: 10,8 milljónir.
• Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari.
• Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.
Haítí
• Íbúafjöldi: 10,6 milljónir.
• Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010.
• Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.
Turks- og Caicoseyjar
• Íbúafjöldi: 31.500.
• Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg.
• Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.
Kúba
• Íbúafjöldi: 11 milljónir.
• Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni.
• Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.
Bahamaeyjar
• Íbúafjöldi: 350 þúsund.
• Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju.
• Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum.