Viðbragðsaðilar í Texas stefna efnaframleiðanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 23:21 Varað hafði verið við sprengingu í efnaverksmiðju Arkema. Lögreglumenn veiktust af gufunum sem bárust frá eldi sem logaði í henni. Vísir/AFP Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47