Hreyfing til heilsu Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2017 09:03 Allir, ungir sem aldnir, þurfa á hreyfingu að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að samkvæmt alþjóðlegum tölum nær þriðjungur fullorðinna ekki þeirri lágmarkshreyfingu sem mælt er með. Þeirri staðreynd vilja sjúkraþjálfarar um allan heim vekja athygli á, nú þegar þeir fagna alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, 8. september 2017. Þennan dag nýta sjúkraþjálfarar til vekja athygli á þjálfun, forvörnum og mikilvægi þess að allir njóti daglegrar hreyfingar, burtséð frá líkamsburðum. Hreyfing, sem hluti af daglegu lífi, bætir heilsu og líðan fólks og dregur úr áhættu á ýmsum sjúkdómum t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Að hreyfa sig og vera virkur í daglega lífinu er algerlega nauðsynlegt fyrir heilsu og vellíðan, það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á og sönnunargögnin eru ótvíræð. Samt sem áður er það ekki auðvelt fyrir alla og í raun erfitt fyrir marga. Lífstíll okkar og umhverfi þar sem við vinnum, leikum og lærum stuðlar ekki alltaf að líkamlegri virkni. Til eru einfaldar leiðir til að fella hreyfingu og líkamlega virkni inn í dagslegt amstur og á því vilja sjúkraþjálfarar vekja athygli. Æfing og hreyfing geta verið alls konar og geta falið í sér heimilisstörf og garðyrkju, auk dans, hlaupa eða hjólreiða svo fáein dæmi séu tekin. Sífelld aukin þekking á mannslíkamanum eykur skilning á hreyfikerfum og hreyfiþörf líkamans. Hér á Íslandi eru 600 sjúkraþjálfarar tilbúnir til að ræða við fólk og fræða um það hvernig hægt er að auka almenna daglega hreyfingu til heilsubótar.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Allir, ungir sem aldnir, þurfa á hreyfingu að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að samkvæmt alþjóðlegum tölum nær þriðjungur fullorðinna ekki þeirri lágmarkshreyfingu sem mælt er með. Þeirri staðreynd vilja sjúkraþjálfarar um allan heim vekja athygli á, nú þegar þeir fagna alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, 8. september 2017. Þennan dag nýta sjúkraþjálfarar til vekja athygli á þjálfun, forvörnum og mikilvægi þess að allir njóti daglegrar hreyfingar, burtséð frá líkamsburðum. Hreyfing, sem hluti af daglegu lífi, bætir heilsu og líðan fólks og dregur úr áhættu á ýmsum sjúkdómum t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Að hreyfa sig og vera virkur í daglega lífinu er algerlega nauðsynlegt fyrir heilsu og vellíðan, það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á og sönnunargögnin eru ótvíræð. Samt sem áður er það ekki auðvelt fyrir alla og í raun erfitt fyrir marga. Lífstíll okkar og umhverfi þar sem við vinnum, leikum og lærum stuðlar ekki alltaf að líkamlegri virkni. Til eru einfaldar leiðir til að fella hreyfingu og líkamlega virkni inn í dagslegt amstur og á því vilja sjúkraþjálfarar vekja athygli. Æfing og hreyfing geta verið alls konar og geta falið í sér heimilisstörf og garðyrkju, auk dans, hlaupa eða hjólreiða svo fáein dæmi séu tekin. Sífelld aukin þekking á mannslíkamanum eykur skilning á hreyfikerfum og hreyfiþörf líkamans. Hér á Íslandi eru 600 sjúkraþjálfarar tilbúnir til að ræða við fólk og fræða um það hvernig hægt er að auka almenna daglega hreyfingu til heilsubótar.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun