Foreldrar leikskólabarna í pattstöðu Þórdís Valsdóttir skrifar 8. september 2017 14:00 Einungis 40 prósent af leikskólum Reykjavíkurborgar eru fullmannaðir. Um hundrað starfsmenn þarf til að manna stöður í borginni. Vísir/Vilhelm Mannekla veldur því tafir hafa orðið á inntöku barna í leikskóla. Foreldrar barna á leikskólaaldri hafa fengið bréf þess efnis að fyrirhugaðri aðlögun barna verði frestað tímabundið. Foreldrar barna eru ráðalausir yfir ástandinu og reyna eftir bestu getu að hagræða vinnutíma sínum til þess að geta verið heima með börnin þar til búið er að ráða fleiri starfsmenn. Mörg börn hafa misst pláss sitt hjá dagmömmum og sitja því eftir heima fyrir. Móðir tveggja ára drengs í Vesturbæ telur sig heppna að hafa haft möguleika á því að drengurinn gæti snúið aftur til dagforeldra. Áður hefur verið greint frá því að sex leikskólar á höfuðborgarsvæðinu munu stytta opnunartíma sinn vegna manneklu. Einungis 25 af 64 leikskólum Reykjavíkurborgar eru fullmannaðir samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í síðustu viku. Reykjavíkurborg hefur gefið út vikulegt yfirlit yfir stöðu ráðninga í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi í borginni á vefsíðu sinni. Samkvæmt síðasta yfirliti vantar enn rúmlega hundrað starfsmenn á þá 64 leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur. Búast má við nýju yfirliti eftir helgi.Heppni að geta snúið aftur til dagforeldra Álfheiður Hafsteinsdóttir, móðir tveggja ára drengs, hafði fengið staðfestingu þess efnis að sonur hennar fengi pláss á leikskólanum Hagaborg í Vesturbæ núna í lok ágúst en mánuði áður fékk hún bréf þess efnis að aðlöguninni yrði frestað um óákveðinn tíma. „Mér fannst erfitt að fá svör um það hvenær hann myndi þá komast inn. Leikskólastjórinn gaf okkur að minnsta kosti engar falskar vonir,“ segir Álfheiður. „Við erum svo heppin að við erum með yndislegar dagmömmur sem gátu tekið við honum aftur. En hann þarf að vera með jafnöldrum sínum svo við erum orðin mjög óþolinmóð,“ segir Álfheiður. Álfheiður segir að hún sé ekki reið út í leikskólann sjálfan, því ekki sé við hann að sakast. „Þetta er ferlegt ástand og ég skil ekki af hverju það er ekki búið að gera eitthvað í málum leikskólanna.“ Sonur Álfheiðar er hjá dagmömmum í Árbæ, jafnvel þó fjölskyldan sé búsett í Vesturbæ. „Við sættum okkur við það að keyra alla leið í Árbæ með hann því við héldum í vonina um að hann kæmist sem fyrst á leikskóla. En núna er hann búinn að vera þar í heilt ár.“Ólafur Brynjar Bjarkason er leikskólastjóri á Hagaborg.Leikskólastjóri harmar ástandið Ólafur Brynjar Bjarkason, leikskólastjóri Hagaborgar, segir að um miðjan júní hafi hann sent foreldrum þeirra barna sem ekki komast inn í haust bréf þar sem hann greindi frá því að mögulegar tafir yrðu. Svo var þetta staðfest í byrjun júlí. „Fólk er kannski búið að segja upp plássum hjá dagforeldrum svo þetta er ömurleg staða,“ segir Ólafur. Foreldrar þurfa á eigin spýtur að verða börnum út um pláss hjá dagforeldrum eða sækja um pláss á öðrum leikskólum, jafnvel í öðrum hverfum, til þess að brúa bilið. „Staðan hjá okkur er þannig að hér vantar þrjá starfsmenn og um leið og við náum inn einum starfsmanni þá getum við byrjað að taka börn inn í aðlögun,“ segir Ólafur. Upphaflega voru fimm stöðugildi á Hagaborg sem þurfti að manna.Leggja fram tillögur til skóla- og frístundaráðs Leikskólastjórar á leikskólum Reykjavíkurborgar sendu bréf til formanns skóla- og frístundaráðs í vikunni þar sem lagðar eru fram tillögur um hvernig megi bregðast við þeirri miklu manneklu sem herjar á leikskólana. „Við leggjum fram fjórar tilllögur. Fyrst og fremst að hækka laun allra þeirra sem vinna á leikskólum og svo þrjár tillögur sem snúa að aðbúnaði og vinnuaðstöðu. Í fyrsta lagi að stytta vinnuvikuna niður í 35 klukkutíma og fá auðvitað enn greitt fyrir fullt starf og svo að stytta opnunartíma leikskólanna um 45 mínútur. Síðast en ekki síst að fækka börnum á deildunum,“ segir Ólafur. Ólafur telur að álag í starfi sé rót vandans. „Það þarf að gera eitthvað fyrir leikskólana, ekki bara dæla peningum í kerfið heldur þarf að gera eitthvað meira fyrir aðbúnað og vinnuaðstöðuna. Það sem við teljum að hafi þessi áhrif er að það er of mikið álag inni á leikskólunum.“ Óvissa með framhaldið Á leikskólanum Hagaborg var gripið til þess ráðs að loka einni deild alveg og fresta inntöku nýrra barna í stað þess að stytta opnunartímann. Ólafur segir að það séu átján börn sem bíða inntöku og að með þeim eigi að vera fjórir starfsmenn, en þrjá af þeim vanti enn. „Deildarstjórinn er bara tilbúnn og bíður og um leið og við náum einum starfsmanni inn þá getum við byrjað að taka inn sex börn.“ Aðspurður um framhaldið segir Ólafur að það séu þreifingar en ekki mikið hafi komið út úr því. „Þetta gerist mjög hratt þegar þetta gerist. En auðvitað skil ég það að foreldrar eru í ómögulegri stöðu og í algjörri óvissu.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00 Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Mannekla veldur því tafir hafa orðið á inntöku barna í leikskóla. Foreldrar barna á leikskólaaldri hafa fengið bréf þess efnis að fyrirhugaðri aðlögun barna verði frestað tímabundið. Foreldrar barna eru ráðalausir yfir ástandinu og reyna eftir bestu getu að hagræða vinnutíma sínum til þess að geta verið heima með börnin þar til búið er að ráða fleiri starfsmenn. Mörg börn hafa misst pláss sitt hjá dagmömmum og sitja því eftir heima fyrir. Móðir tveggja ára drengs í Vesturbæ telur sig heppna að hafa haft möguleika á því að drengurinn gæti snúið aftur til dagforeldra. Áður hefur verið greint frá því að sex leikskólar á höfuðborgarsvæðinu munu stytta opnunartíma sinn vegna manneklu. Einungis 25 af 64 leikskólum Reykjavíkurborgar eru fullmannaðir samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í síðustu viku. Reykjavíkurborg hefur gefið út vikulegt yfirlit yfir stöðu ráðninga í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi í borginni á vefsíðu sinni. Samkvæmt síðasta yfirliti vantar enn rúmlega hundrað starfsmenn á þá 64 leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur. Búast má við nýju yfirliti eftir helgi.Heppni að geta snúið aftur til dagforeldra Álfheiður Hafsteinsdóttir, móðir tveggja ára drengs, hafði fengið staðfestingu þess efnis að sonur hennar fengi pláss á leikskólanum Hagaborg í Vesturbæ núna í lok ágúst en mánuði áður fékk hún bréf þess efnis að aðlöguninni yrði frestað um óákveðinn tíma. „Mér fannst erfitt að fá svör um það hvenær hann myndi þá komast inn. Leikskólastjórinn gaf okkur að minnsta kosti engar falskar vonir,“ segir Álfheiður. „Við erum svo heppin að við erum með yndislegar dagmömmur sem gátu tekið við honum aftur. En hann þarf að vera með jafnöldrum sínum svo við erum orðin mjög óþolinmóð,“ segir Álfheiður. Álfheiður segir að hún sé ekki reið út í leikskólann sjálfan, því ekki sé við hann að sakast. „Þetta er ferlegt ástand og ég skil ekki af hverju það er ekki búið að gera eitthvað í málum leikskólanna.“ Sonur Álfheiðar er hjá dagmömmum í Árbæ, jafnvel þó fjölskyldan sé búsett í Vesturbæ. „Við sættum okkur við það að keyra alla leið í Árbæ með hann því við héldum í vonina um að hann kæmist sem fyrst á leikskóla. En núna er hann búinn að vera þar í heilt ár.“Ólafur Brynjar Bjarkason er leikskólastjóri á Hagaborg.Leikskólastjóri harmar ástandið Ólafur Brynjar Bjarkason, leikskólastjóri Hagaborgar, segir að um miðjan júní hafi hann sent foreldrum þeirra barna sem ekki komast inn í haust bréf þar sem hann greindi frá því að mögulegar tafir yrðu. Svo var þetta staðfest í byrjun júlí. „Fólk er kannski búið að segja upp plássum hjá dagforeldrum svo þetta er ömurleg staða,“ segir Ólafur. Foreldrar þurfa á eigin spýtur að verða börnum út um pláss hjá dagforeldrum eða sækja um pláss á öðrum leikskólum, jafnvel í öðrum hverfum, til þess að brúa bilið. „Staðan hjá okkur er þannig að hér vantar þrjá starfsmenn og um leið og við náum inn einum starfsmanni þá getum við byrjað að taka börn inn í aðlögun,“ segir Ólafur. Upphaflega voru fimm stöðugildi á Hagaborg sem þurfti að manna.Leggja fram tillögur til skóla- og frístundaráðs Leikskólastjórar á leikskólum Reykjavíkurborgar sendu bréf til formanns skóla- og frístundaráðs í vikunni þar sem lagðar eru fram tillögur um hvernig megi bregðast við þeirri miklu manneklu sem herjar á leikskólana. „Við leggjum fram fjórar tilllögur. Fyrst og fremst að hækka laun allra þeirra sem vinna á leikskólum og svo þrjár tillögur sem snúa að aðbúnaði og vinnuaðstöðu. Í fyrsta lagi að stytta vinnuvikuna niður í 35 klukkutíma og fá auðvitað enn greitt fyrir fullt starf og svo að stytta opnunartíma leikskólanna um 45 mínútur. Síðast en ekki síst að fækka börnum á deildunum,“ segir Ólafur. Ólafur telur að álag í starfi sé rót vandans. „Það þarf að gera eitthvað fyrir leikskólana, ekki bara dæla peningum í kerfið heldur þarf að gera eitthvað meira fyrir aðbúnað og vinnuaðstöðuna. Það sem við teljum að hafi þessi áhrif er að það er of mikið álag inni á leikskólunum.“ Óvissa með framhaldið Á leikskólanum Hagaborg var gripið til þess ráðs að loka einni deild alveg og fresta inntöku nýrra barna í stað þess að stytta opnunartímann. Ólafur segir að það séu átján börn sem bíða inntöku og að með þeim eigi að vera fjórir starfsmenn, en þrjá af þeim vanti enn. „Deildarstjórinn er bara tilbúnn og bíður og um leið og við náum einum starfsmanni inn þá getum við byrjað að taka inn sex börn.“ Aðspurður um framhaldið segir Ólafur að það séu þreifingar en ekki mikið hafi komið út úr því. „Þetta gerist mjög hratt þegar þetta gerist. En auðvitað skil ég það að foreldrar eru í ómögulegri stöðu og í algjörri óvissu.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00 Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Aðeins 25 af 64 leikskólum Reykjavíkur er fullmannaður og hafa leikskólastjórar þurft að grípa til þess ráðs að skerða opnunartíma. 31. ágúst 2017 17:00
Ástandið farið að hafa slæm áhrif á börnin og fjölskyldulífið Enn er ómannað í tæplega 250 stöðugildi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. 24. ágúst 2017 19:30