Öflugasti jarðskjálftinn í Mexíkó í heila öld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. september 2017 20:00 Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira