Skemmtilega ólík lið mætast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2017 06:00 Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sækir að vörn ÍBV í leik liðanna í sumar. Hún verður í lykilhlutverki í dag. vísir/andri marinó Stærsti leikur sumarsins í kvennaknattspyrnunni fer fram í dag þegar Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Hvorugt liðið á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum úr þessu en þjálfari toppliðs deildarinnar, Halldór Jón Sigurðsson hjá Þór/KA, á von á spennandi leik í dag. Stjarnan og ÍBV eiga það einnig sameiginlegt að vera einu liðin sem hefur tekist að leggja Þór/KA að velli. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum og ÍBV er eina liðið sem hefur tekist að vinna norðankonur í deildinni. Halldór Jón á von á jöfnum leik í dag þó svo að liðin séu ólík, enda hafi þau gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum í sumar. „Bæði lið munu fara varlega inn í leikinn. Stjarnan verður meira með boltann enda getur liðið haldið honum betur en ÍBV. Eyjakonur munu nota sína styrkleika – sem er að komast á bak við vörnina með sendingar í ákveðin svæði sem Cloe Lacasse getur nýtt sér til að komast á bak við bakverðina,“ segir Donni eins og hann er kallaður.Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir er stóru hlutverki hjá Stjörnunni.vísir/andri marinóVega hvort annað upp „Þetta verður jafn leikur eins og leikir þessara liða voru í sumar. Ég reikna jafnvel með því að hann endi í framlengingu,“ segir hann enn fremur. „Þetta verður væntanlega markalítill leikur og þar af leiðandi líklegt að úrslitin muni ráðast af einu marki.“ Hann segir að ef öðru liðinu tækist að skora snemma í leiknum myndi það hleypa miklu lífi í hann. „Ég á ekki von á að það gerist, en það myndi gera leikinn skemmtilegri fyrir okkur áhorfendur.“ Donni segir að liðin séu ólík en henti hvort öðru ágætlega. „Annað er skyndisóknarlið en hitt heldur boltanum vel. Þau vega því hvort annað þokkalega upp og eru skemmtilega ólík,“ segir hann. „Það sem gerir þetta áhugavert er að bæði lið eru með sinn mesta styrk fram á við – þar eru bestu leikmenn beggja liða. Varnarleikurinn er helsti veikleiki liðanna, ef veikleika skyldi kalla.“Cloe Lacasse hefur verið mögnuð í liði ÍBV í sumar.vísir/ernirCloe er yfirburðaleikmaður Lykilleikmaður í liði Eyjakvenna er hin kanadíska Cloe Lacasse. Hún er potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV og ljóst að ef Eyjakonur ætla sér að hrifsa bikarinn verður hún að vera í stóru hlutverki í dag. „Hún er yfirburðaleikmaður í ÍBV og í hópi bestu leikmanna sem hafa spilað hér á landi. Þetta snýst að mestu leyti um hvort hún eigi góðan dag eða ekki,“ segir Donni. „ÍBV þarf að koma boltanum í svæði sem henta henni best. ÍBV hefur gengið best þegar það hefur tekist.“ Stjarnan þarf því að hafa góðar gætur á henni og vörnin að vera vel skipulögð. „Stjarnan þarf að girða fyrir þessar sendingaleiðir og passa upp á hana. En það er ekki nóg. ÍBV er öflugt í föstum leikatriðum og þar hafa Sísi [Sigríður Lára Garðarsdóttir] og Rut [Kristjánsdóttir] verið mjög öflugar. Þegar jöfn lið mætast snýst þetta oftar en ekki um föstu leikatriðin.“Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.vísir/andri marinóKatrín er leiðtoginn Hann segir að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir leik gegn Stjörnunni, sem hefur fleiri vopn í sinni sókn en ÍBV. „Maður veit aldrei hver tekur upp á því að taka leikinn í sínar hendur. Stjarnan er mikið á miðsvæðinu þar sem þær Lára [Kristín Pedersen] og Ana Cate eru góðar. Katrín [Ásbjörnsdóttir] er svo klók í að finna svæði og koma boltanum í hættulega stöðu úti á kanti fyrir Öglu Maríu [Albertsdóttur] og Guðmundu [Brynju Óladóttur].“ Og hann minnir á að Harpa Þorsteinsdóttir geti haft mikil áhrif en hún hefur lítið spilað með Stjörnunni eftir EM-fríið. „Harpa er einn besti sóknarmaður sem Ísland hefur átt og ef hún á stjörnuleik þá verður þetta erfitt fyrir ÍBV.“ Hann lofar Katrínu sérstaklega sem hann segir leiðtoga Stjörnunnar, innan vallar sem utan. „Hún getur skorað inni í teignum og fyrir utan hann. Hún er klók í að spila sína samherja uppi og finna svæði fyrir þá. Hún er frábær leiðtogi og rífur sitt lið með sér. Það er sá leikmaður sem ÍBV þarf að hafa mestar áhyggjur af og reyna að klippa út.“ Donni segir að liðin tvö verðskuldi að vera í bikarúrslitum. „Stjarnan vann okkur og er því að mér finnst mjög verðskuldað í úrslitaleiknum,“ segir hann í léttum dúr. „Þá hefur ÍBV átt frábært tímabil og getur kórónað sumarið hjá sér með því að vinna titilinn í dag.“Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 16.30. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Stærsti leikur sumarsins í kvennaknattspyrnunni fer fram í dag þegar Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Hvorugt liðið á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum úr þessu en þjálfari toppliðs deildarinnar, Halldór Jón Sigurðsson hjá Þór/KA, á von á spennandi leik í dag. Stjarnan og ÍBV eiga það einnig sameiginlegt að vera einu liðin sem hefur tekist að leggja Þór/KA að velli. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum og ÍBV er eina liðið sem hefur tekist að vinna norðankonur í deildinni. Halldór Jón á von á jöfnum leik í dag þó svo að liðin séu ólík, enda hafi þau gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum í sumar. „Bæði lið munu fara varlega inn í leikinn. Stjarnan verður meira með boltann enda getur liðið haldið honum betur en ÍBV. Eyjakonur munu nota sína styrkleika – sem er að komast á bak við vörnina með sendingar í ákveðin svæði sem Cloe Lacasse getur nýtt sér til að komast á bak við bakverðina,“ segir Donni eins og hann er kallaður.Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir er stóru hlutverki hjá Stjörnunni.vísir/andri marinóVega hvort annað upp „Þetta verður jafn leikur eins og leikir þessara liða voru í sumar. Ég reikna jafnvel með því að hann endi í framlengingu,“ segir hann enn fremur. „Þetta verður væntanlega markalítill leikur og þar af leiðandi líklegt að úrslitin muni ráðast af einu marki.“ Hann segir að ef öðru liðinu tækist að skora snemma í leiknum myndi það hleypa miklu lífi í hann. „Ég á ekki von á að það gerist, en það myndi gera leikinn skemmtilegri fyrir okkur áhorfendur.“ Donni segir að liðin séu ólík en henti hvort öðru ágætlega. „Annað er skyndisóknarlið en hitt heldur boltanum vel. Þau vega því hvort annað þokkalega upp og eru skemmtilega ólík,“ segir hann. „Það sem gerir þetta áhugavert er að bæði lið eru með sinn mesta styrk fram á við – þar eru bestu leikmenn beggja liða. Varnarleikurinn er helsti veikleiki liðanna, ef veikleika skyldi kalla.“Cloe Lacasse hefur verið mögnuð í liði ÍBV í sumar.vísir/ernirCloe er yfirburðaleikmaður Lykilleikmaður í liði Eyjakvenna er hin kanadíska Cloe Lacasse. Hún er potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV og ljóst að ef Eyjakonur ætla sér að hrifsa bikarinn verður hún að vera í stóru hlutverki í dag. „Hún er yfirburðaleikmaður í ÍBV og í hópi bestu leikmanna sem hafa spilað hér á landi. Þetta snýst að mestu leyti um hvort hún eigi góðan dag eða ekki,“ segir Donni. „ÍBV þarf að koma boltanum í svæði sem henta henni best. ÍBV hefur gengið best þegar það hefur tekist.“ Stjarnan þarf því að hafa góðar gætur á henni og vörnin að vera vel skipulögð. „Stjarnan þarf að girða fyrir þessar sendingaleiðir og passa upp á hana. En það er ekki nóg. ÍBV er öflugt í föstum leikatriðum og þar hafa Sísi [Sigríður Lára Garðarsdóttir] og Rut [Kristjánsdóttir] verið mjög öflugar. Þegar jöfn lið mætast snýst þetta oftar en ekki um föstu leikatriðin.“Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.vísir/andri marinóKatrín er leiðtoginn Hann segir að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir leik gegn Stjörnunni, sem hefur fleiri vopn í sinni sókn en ÍBV. „Maður veit aldrei hver tekur upp á því að taka leikinn í sínar hendur. Stjarnan er mikið á miðsvæðinu þar sem þær Lára [Kristín Pedersen] og Ana Cate eru góðar. Katrín [Ásbjörnsdóttir] er svo klók í að finna svæði og koma boltanum í hættulega stöðu úti á kanti fyrir Öglu Maríu [Albertsdóttur] og Guðmundu [Brynju Óladóttur].“ Og hann minnir á að Harpa Þorsteinsdóttir geti haft mikil áhrif en hún hefur lítið spilað með Stjörnunni eftir EM-fríið. „Harpa er einn besti sóknarmaður sem Ísland hefur átt og ef hún á stjörnuleik þá verður þetta erfitt fyrir ÍBV.“ Hann lofar Katrínu sérstaklega sem hann segir leiðtoga Stjörnunnar, innan vallar sem utan. „Hún getur skorað inni í teignum og fyrir utan hann. Hún er klók í að spila sína samherja uppi og finna svæði fyrir þá. Hún er frábær leiðtogi og rífur sitt lið með sér. Það er sá leikmaður sem ÍBV þarf að hafa mestar áhyggjur af og reyna að klippa út.“ Donni segir að liðin tvö verðskuldi að vera í bikarúrslitum. „Stjarnan vann okkur og er því að mér finnst mjög verðskuldað í úrslitaleiknum,“ segir hann í léttum dúr. „Þá hefur ÍBV átt frábært tímabil og getur kórónað sumarið hjá sér með því að vinna titilinn í dag.“Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 16.30.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn