„Ég hlakka bara rosalega mikið. Þetta eru held ég 20 lög svo það er meira en ég er vanur og margt að hugsa um,“ sagði Frikki sem mun ekki bara syngja á morgun heldur líka taka nokkur dansspor.
„Ég er drullustressaður en líka spenntur.“
Spurningin er samt hvort það sé ekki mesta pressan á hljóðmanninum í Hörpu á morgun eftir tækniklúðrið á tónleikum Rásar 2 á menningarnótt þegar Frikki tók lagið þar.
„Jú, ég er búinn að ná að koma því þannig fyrir að það er ekkert mér að kenna. Þetta er allt á hljóðmönnunum ef ég er eitthvað að skíta á mig,“ sagði Frikki léttur.
Friðrik Ómar sér um uppsetningu tónleikanna. Hann segir það frábært að vinna með öllu fólkinu sem kemur að þeim.
„Svo held ég að það kom fólki líka á óvart hvað hann á mikið af flottum lögum. Það kom allavega mér á óvart. Við æfðum fyrst hittarana en svo komu öll hin lögin og þau eru bara geðveik.“
Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 16 og þeir seinni klukkan 20 en uppselt er á þá báða.