Á flótta undan storminum Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:47 Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi. Fellibylurinn Irma Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira