Fyrsti og eini sveppaveitingastaður landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2017 20:30 Sveppavefja, sveppasúpa, sveppasmjör, maríneraðir sveppir og sveppaís er meðal þess sem er boðið upp á fyrsta sveppaveitingastað landsins sem hefur verið opnaður á Flúðum. Eigandi staðarins segir að Costco hafi ekki haft nein áhrif á sölu íslenskra sveppa enda sé hann að selja tíu til ellefu tonn af sveppum á viku eins og hann gerðir áður en Costco opnaði. Það eru Flúðasveppir sem hafa opnað nýja veitingastaðinn sem heitir Farmers Bistro. Hugmyndin er meðal annars sótt til Friðheima í Reykholti, þ.e. að gestir geti komið og fengið fræðslu um svepparæktina, auk þess að fá að skoða gróðurhúsin á staðnum áður en farið er inn á nýja veitingastaðinn og fengið að borða, þar sem sveppir eru allsráðandi í matargerðinni. Fjölmenni var við opnun staðarins, m.a. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins svo einhverjir séu nefndir. „Ég er búinn að tileinka mér svolítið þetta slow-food dæmi, sem er alþjóðlegt orðið og mjög sterkt. Þar sem að hugmyndafræðin er þekking, hvað þú borðar, og reyna að borða allt úr nærumhverfinu sem þú getur. Þetta er tvennan í þessu hjá þeim ásamt nokkru öðru eins og kolefnasporið. Að vera ekki að fljúga með matinn heimshorna á milli. Heldur gæta þess að borða það sem er næst þér,“ segir Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa. Georg segir að Flúðasveppir hafi ekki fundið fyrir neinum samdrætti eftir að Costco opnaði á Íslandi þrátt f fyrir að þar sé mikið selt af sveppum. „Það er engin Costco áhrif. Við vitum að þeir eru að flytja inn, en ég er að keppa við innflutning hvort sem er. Þessir stórmarkaðir eru með innflutta sveppi líka. Það er ekkert nýtt fyrir mig að keppa við erlenda sveppi. Það er búið að vera í mörg ár.“ Kolbrún Kristín Daníelsdóttir eða Stína kokkur eins og hún er alltaf kölluð ræður öllu í eldhúsinu á fyrsta og eina sveppaveitingastað landsins. „Sveppir eru bara lífið. Þetta er bara það besta sem hægt er að matreiða úr. Þetta er algjörlega að slá í gegn hjá fólkinu sem er að koma hingað til okkar. Við erum með geggjaðan sveppaís sem er áskorun, að prufa hann. Hann er geggjaður og er gjörsamlega að slá í gegn,“ segir Stína kokkur. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Sveppavefja, sveppasúpa, sveppasmjör, maríneraðir sveppir og sveppaís er meðal þess sem er boðið upp á fyrsta sveppaveitingastað landsins sem hefur verið opnaður á Flúðum. Eigandi staðarins segir að Costco hafi ekki haft nein áhrif á sölu íslenskra sveppa enda sé hann að selja tíu til ellefu tonn af sveppum á viku eins og hann gerðir áður en Costco opnaði. Það eru Flúðasveppir sem hafa opnað nýja veitingastaðinn sem heitir Farmers Bistro. Hugmyndin er meðal annars sótt til Friðheima í Reykholti, þ.e. að gestir geti komið og fengið fræðslu um svepparæktina, auk þess að fá að skoða gróðurhúsin á staðnum áður en farið er inn á nýja veitingastaðinn og fengið að borða, þar sem sveppir eru allsráðandi í matargerðinni. Fjölmenni var við opnun staðarins, m.a. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins svo einhverjir séu nefndir. „Ég er búinn að tileinka mér svolítið þetta slow-food dæmi, sem er alþjóðlegt orðið og mjög sterkt. Þar sem að hugmyndafræðin er þekking, hvað þú borðar, og reyna að borða allt úr nærumhverfinu sem þú getur. Þetta er tvennan í þessu hjá þeim ásamt nokkru öðru eins og kolefnasporið. Að vera ekki að fljúga með matinn heimshorna á milli. Heldur gæta þess að borða það sem er næst þér,“ segir Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa. Georg segir að Flúðasveppir hafi ekki fundið fyrir neinum samdrætti eftir að Costco opnaði á Íslandi þrátt f fyrir að þar sé mikið selt af sveppum. „Það er engin Costco áhrif. Við vitum að þeir eru að flytja inn, en ég er að keppa við innflutning hvort sem er. Þessir stórmarkaðir eru með innflutta sveppi líka. Það er ekkert nýtt fyrir mig að keppa við erlenda sveppi. Það er búið að vera í mörg ár.“ Kolbrún Kristín Daníelsdóttir eða Stína kokkur eins og hún er alltaf kölluð ræður öllu í eldhúsinu á fyrsta og eina sveppaveitingastað landsins. „Sveppir eru bara lífið. Þetta er bara það besta sem hægt er að matreiða úr. Þetta er algjörlega að slá í gegn hjá fólkinu sem er að koma hingað til okkar. Við erum með geggjaðan sveppaís sem er áskorun, að prufa hann. Hann er geggjaður og er gjörsamlega að slá í gegn,“ segir Stína kokkur.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira