Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 08:28 Þúsundir Houston-búa hafa þurft að yfirgefa heimili sín í vatnselgnum. Útgöngubanni hefur verið komið á til að koma í veg fyrir gripdeildir. Vísir/AFP Komið hefur verið á útgöngubanni að næturlagi í bandarísku borginni Houston á meðan yfirvöld glíma við afleiðingar fellibylsins Harvey sem hefur valdið úrhellisrigningu frá því um helgina. Allt að þriðjungur Harris-sýslu, þar sem 4,5 milljónir manna búa í Houston og úthverfum borgarinnar, er enn á floti eftir rigningarnar, að sögn Washington Post. Minnst 22 eru sagðir hafa farist í hamförunum. Flóðvatnið er sagt ná yfir um það bil 1.150 ferkílómetra svæði í Houston. Til samanburðar er höfuðborgarsvæði Reykjavíkur rúmir 1.062 ferkílómetrar. Útgöngubanninu er ætlað að koma í veg fyrir þjófnaði og gripdeildir. Það verður í gildi frá miðnætti til kl. 5 að staðartíma í ótiltekinn tíma. Sjálfboðaliðar, neyðarstarfsmenn og þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu eru undanþegnir banninu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Houston hafa greint frá því að gripdeildir og vopnuð rán hafi átt sér stað í kjölfar flóðanna en einnig hafa einstaklingar villt á sér heimildir og þóst verið lögreglumenn. Þúsundir borgarbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín sem standa auð og óvarin í millitíðinni.Radar update: Light to moderate rain continues to fall over the far eastern counties. Conditions will steadily improve today #Harvey #houwx pic.twitter.com/PzDvi7KAJh— NWS Houston (@NWSHouston) August 30, 2017 Eftir linnulaust úrhelli frá því á föstudagskvöld spáir Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston að smám saman fari að stytta upp á svæðinu með deginum. Harvey hefur verið að þokast austur á bóginn og fært skyndiflóðahættu til Lúisíana. Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti jafnframt í gær að úrkomumet hefði verið slegið í hitabeltisstorminum. Þannig mældist 132 sentímetra úrkoma í veðurstöð í Cedar Bayou frá því á föstudag. Harvey er ennfremur mesta vatnsveður sem hefur gengið á meginland Bandaríkjanna. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Komið hefur verið á útgöngubanni að næturlagi í bandarísku borginni Houston á meðan yfirvöld glíma við afleiðingar fellibylsins Harvey sem hefur valdið úrhellisrigningu frá því um helgina. Allt að þriðjungur Harris-sýslu, þar sem 4,5 milljónir manna búa í Houston og úthverfum borgarinnar, er enn á floti eftir rigningarnar, að sögn Washington Post. Minnst 22 eru sagðir hafa farist í hamförunum. Flóðvatnið er sagt ná yfir um það bil 1.150 ferkílómetra svæði í Houston. Til samanburðar er höfuðborgarsvæði Reykjavíkur rúmir 1.062 ferkílómetrar. Útgöngubanninu er ætlað að koma í veg fyrir þjófnaði og gripdeildir. Það verður í gildi frá miðnætti til kl. 5 að staðartíma í ótiltekinn tíma. Sjálfboðaliðar, neyðarstarfsmenn og þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu eru undanþegnir banninu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Houston hafa greint frá því að gripdeildir og vopnuð rán hafi átt sér stað í kjölfar flóðanna en einnig hafa einstaklingar villt á sér heimildir og þóst verið lögreglumenn. Þúsundir borgarbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín sem standa auð og óvarin í millitíðinni.Radar update: Light to moderate rain continues to fall over the far eastern counties. Conditions will steadily improve today #Harvey #houwx pic.twitter.com/PzDvi7KAJh— NWS Houston (@NWSHouston) August 30, 2017 Eftir linnulaust úrhelli frá því á föstudagskvöld spáir Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston að smám saman fari að stytta upp á svæðinu með deginum. Harvey hefur verið að þokast austur á bóginn og fært skyndiflóðahættu til Lúisíana. Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti jafnframt í gær að úrkomumet hefði verið slegið í hitabeltisstorminum. Þannig mældist 132 sentímetra úrkoma í veðurstöð í Cedar Bayou frá því á föstudag. Harvey er ennfremur mesta vatnsveður sem hefur gengið á meginland Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48