Yfir þúsund látnir í miklum flóðum í sunnanverðri Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 11:12 Mumbai er á floti en úrhelli er enn spáð næsta sólahringinn. Vísir/AFP Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi. Loftslagsmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi.
Loftslagsmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira