Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Hörður Axel Vilhjálmsson á hóteli íslenska liðsins í gær. vísir/óskaró Hörður Axel Vilhjálmsson ætti að þekkja grískan körfubolta betur en flestir aðrir í íslenska hópnum. Hann spilaði með Aries Trikala í grísku deildinni tímabilið 2015-16 en í dag verður hann í íslenska liðinu sem mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Hörður Axel og félagar fengu flottar móttökur í Leifsstöð og það var þá sem kviknaði fyrir alvöru á kappanum. „Þegar við fórum upp á flugvöll þá kom svona fiðringur sem ég var búinn að sakna í sjálfum mér,“ segir Hörður. Fyrsta verkefnið er ekki af minni gerðinni heldur tvöfaldir Evrópumeistarar Grikkja sem unnu Evrópumótið síðast árið 2005. Grikkir urðu í fimmta sæti á síðasta Eurobasket 2015. „Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að finna nokkrar glufur á varnarleiknum þeirra sem við vonandi náum að nýta okkur til hins ýtrasta," segir Hörður Axel en þarna eru að hans mati að mætast lið sem spila ólíkan körfubolta.Af æfingu Íslands í gær.vísir/óskaróSvart og hvítt „Þetta er eins og svart og hvítt miðað við íslenskan bolta. Þeir eru alveg hrikalega agaðir, nota skotklukkuna og allir eru í sínum hlutverkum sem þeir fara ekkert út fyrir. Við verðum að reyna að brjóta það upp og sjá til hvernig þeir bregðast við því,“ segir Hörður Axel. Hann hugsar vel til tímabilsins sem hann eyddi í Grikklandi. „Ég kann mjög vel við Grikkland og Grikki yfirhöfuð. Þeir eru mjög skemmtilegt fólk og ég var mjög ánægður. Ég er líka að fara til þjálfarans núna sem var með mig í Grikklandi. Grikkir hafa reynst mér mjög vel,“ segir Hörður Axel en hann spilar í Kasakstan í vetur þar sem hann hittir fyrir Kostas Flevarakis sem þjálfaði hann hjá Aries Trikala. Hörður Axel býst við að reynslan frá EM í Berlín hjálpi strákunum að þessu sinni. „Við getum verið afslappaðri að koma inn í þetta núna því við vitum hvað við erum að fara út í. Núna langar okkur í eitthvað meira, sama hvort það kemur í úrslitum í einhverjum leikjum eða hvað,“ segir Hörður Axel.Hörður Axel í leik gegn Serbíu á EM fyrir tveimur árum.vísir/valliBestur þegar ég er á fullu Hann var mjög öflugur á Evrópumótinu og þá sérstaklega þegar kom að varnarleik og lét engan vaða yfir sig þótt það munaði oft ansi mörgum sentimetrum. „Þannig er ég bara og þannig spila ég best eða þegar ég er á fullu og er út um allt. Það mun hjálpa helling að vera þannig og finna orku í það þegar maður finnur fyrir öllum þessum stuðningi sem við erum að fara að fá. Ég er mjög spenntur að sjá fólkið mitt uppi í stúku,“ segir Hörður. NBA-stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður ekki með Grikkjum á EM. „Þetta er einn besti leikmaður í heimi þannig að það breytir heilmiklu. Allir leikmenn liðsins eru Euroleague-leikmenn og það er því ekki eins og það séu einhverjir kjúklingar að spila þó að hann sé ekki með,“ segir Hörður en hann bendir á eitt í tengslum við fjarveru „The Greek Freak“.Giannis Antetokounmpo spilar ekki með Grikkjum á EM.vísir/gettyVantar leiðtogann „Fljótt á litið þá finnst mér vanta einhvern leiðtoga hjá þeim sem hann hefði átt að vera og Spanoulis var fyrir. Vonandi getum við nýtt okkur það ef þetta verður jafn leikur að þeir vita ekki alveg hvert þeir eiga að leita. Kannski verða þeir óöruggir ef þeir vita ekki hver á að taka af skarið. Það er oft óþægilegt í svona liðum þegar maður er ekki alveg með hlutverkið sitt á hreinu. Þá fara einhverjir út fyrir sín hlutverk og það er það sem við ætlum að reyna að ýta þeim út í,“ segir Hörður Axel. Það efast aftur á móti enginn um hlutverk sitt í íslenska liðinu. „Við erum búnir að vera svo lengi saman að þetta er orðið helvíti heilsteypt hjá okkur. Allir eru að vinna saman í því sem við erum að gera og það skiptir öllu máli. Við munum bakka hver annan upp,“ segir Hörður Axel. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson ætti að þekkja grískan körfubolta betur en flestir aðrir í íslenska hópnum. Hann spilaði með Aries Trikala í grísku deildinni tímabilið 2015-16 en í dag verður hann í íslenska liðinu sem mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Hörður Axel og félagar fengu flottar móttökur í Leifsstöð og það var þá sem kviknaði fyrir alvöru á kappanum. „Þegar við fórum upp á flugvöll þá kom svona fiðringur sem ég var búinn að sakna í sjálfum mér,“ segir Hörður. Fyrsta verkefnið er ekki af minni gerðinni heldur tvöfaldir Evrópumeistarar Grikkja sem unnu Evrópumótið síðast árið 2005. Grikkir urðu í fimmta sæti á síðasta Eurobasket 2015. „Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að finna nokkrar glufur á varnarleiknum þeirra sem við vonandi náum að nýta okkur til hins ýtrasta," segir Hörður Axel en þarna eru að hans mati að mætast lið sem spila ólíkan körfubolta.Af æfingu Íslands í gær.vísir/óskaróSvart og hvítt „Þetta er eins og svart og hvítt miðað við íslenskan bolta. Þeir eru alveg hrikalega agaðir, nota skotklukkuna og allir eru í sínum hlutverkum sem þeir fara ekkert út fyrir. Við verðum að reyna að brjóta það upp og sjá til hvernig þeir bregðast við því,“ segir Hörður Axel. Hann hugsar vel til tímabilsins sem hann eyddi í Grikklandi. „Ég kann mjög vel við Grikkland og Grikki yfirhöfuð. Þeir eru mjög skemmtilegt fólk og ég var mjög ánægður. Ég er líka að fara til þjálfarans núna sem var með mig í Grikklandi. Grikkir hafa reynst mér mjög vel,“ segir Hörður Axel en hann spilar í Kasakstan í vetur þar sem hann hittir fyrir Kostas Flevarakis sem þjálfaði hann hjá Aries Trikala. Hörður Axel býst við að reynslan frá EM í Berlín hjálpi strákunum að þessu sinni. „Við getum verið afslappaðri að koma inn í þetta núna því við vitum hvað við erum að fara út í. Núna langar okkur í eitthvað meira, sama hvort það kemur í úrslitum í einhverjum leikjum eða hvað,“ segir Hörður Axel.Hörður Axel í leik gegn Serbíu á EM fyrir tveimur árum.vísir/valliBestur þegar ég er á fullu Hann var mjög öflugur á Evrópumótinu og þá sérstaklega þegar kom að varnarleik og lét engan vaða yfir sig þótt það munaði oft ansi mörgum sentimetrum. „Þannig er ég bara og þannig spila ég best eða þegar ég er á fullu og er út um allt. Það mun hjálpa helling að vera þannig og finna orku í það þegar maður finnur fyrir öllum þessum stuðningi sem við erum að fara að fá. Ég er mjög spenntur að sjá fólkið mitt uppi í stúku,“ segir Hörður. NBA-stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður ekki með Grikkjum á EM. „Þetta er einn besti leikmaður í heimi þannig að það breytir heilmiklu. Allir leikmenn liðsins eru Euroleague-leikmenn og það er því ekki eins og það séu einhverjir kjúklingar að spila þó að hann sé ekki með,“ segir Hörður en hann bendir á eitt í tengslum við fjarveru „The Greek Freak“.Giannis Antetokounmpo spilar ekki með Grikkjum á EM.vísir/gettyVantar leiðtogann „Fljótt á litið þá finnst mér vanta einhvern leiðtoga hjá þeim sem hann hefði átt að vera og Spanoulis var fyrir. Vonandi getum við nýtt okkur það ef þetta verður jafn leikur að þeir vita ekki alveg hvert þeir eiga að leita. Kannski verða þeir óöruggir ef þeir vita ekki hver á að taka af skarið. Það er oft óþægilegt í svona liðum þegar maður er ekki alveg með hlutverkið sitt á hreinu. Þá fara einhverjir út fyrir sín hlutverk og það er það sem við ætlum að reyna að ýta þeim út í,“ segir Hörður Axel. Það efast aftur á móti enginn um hlutverk sitt í íslenska liðinu. „Við erum búnir að vera svo lengi saman að þetta er orðið helvíti heilsteypt hjá okkur. Allir eru að vinna saman í því sem við erum að gera og það skiptir öllu máli. Við munum bakka hver annan upp,“ segir Hörður Axel.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum