Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2017 21:00 Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413. Húsnæðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413.
Húsnæðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira