Það er orðin löng hefð fyrir gjörningum á Akureyri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 09:00 Rúrí verður með gjörninginn Tortími II í Ketilhúsinu á laugardag. Mynd/Sonja Heines A! Gjörningahátíð er haldin í þriðja sinn um helgina, hefst í dag fimmtudag og endar á sunnudaginn,“ segir Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri. „Það er orðin löng hefð fyrir gjörningum á Akureyri alveg frá því á dögum Rauða hússins. Að venju mun listafólk sem býr hér og starfar taka þátt og við fáum gesti úr borginni og erlendis frá. Allir gjörningarnir eru frumfluttir nema þeirra Örnu Valsdóttur og Suchan Kinoshita sem fluttu sama efni fyrir 30 árum í Samkomuhúsinu.“ Guðrúnu telst til að þátttakendur hátíðarinnar séu um 50 og þeir koma víða að. Hún nefnir Katrine Faber frá Danmörku, Gabrielle Cerberville frá Ameríku og Magnús Loga Kristinsson sem kemur frá Gautaborg. Einnig Gjörningaklúbbinn og myndlistarkonuna Rúrí. „Svo eru 18 stúdentar frá Hollandi sem koma, því kennarinn þeirra, Suchan Kinoshita, var svo sniðug að taka þá með sér í vinnu- og skólaferð. Stúdentarnir fremja vídeógjörninga á vídeólistahátíðinni Heim sem hefur fylgt A! frá upphafi, hún er haldin í heimahúsi,“ upplýsir hún. Af þeim listamönnum sem búa og starfa á Akureyri fyrir utan Örnu Vals munu þær Heiðdís Hólm og Hekla Björt Helgadóttir taka þátt, líka Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, ásamt norskri samstarfskonu, Liv-K. Nome.Sýning hinnar bandarísku Gabrielle Cerberville nefnist „between the flo/es“ og hún verður í Hofi.Hátíðin verður um allan bæ að sögn Guðrúnar. Auk Ketilhússins, sem er eins konar bækistöð A!, eru sýningar í Hofi, Samkomuhúsinu, Rósenborg, Deiglunni og Ketilhúsinu. Já, og Lystigarðinum líka. „Af því Akureyri er svo lítil er hægt að ganga á milli sýningarstaðanna, það er kostur þegar um ræðir jafn þétta dagskrá,“ bendir hún á. Verksmiðjan á Hjalteyri verður líka vettvangur gjörninga, Voiceland nefnist atriði sem kórinn Hymnodia, ásamt Gísla Grétarssyni og Mareike Dobewall, flytur þar. „Sýningarnar verða tvær á Hjalteyri og þrátt fyrir stærð Verksmiðjunnar þá komast ekki nema 30 manns á hvora,“ útskýrir Guðrún. Margir leggjast á eitt við að gera gjörningahátíðina að veruleika, að sögn Guðrúnar. „Ragnheiður Skúladóttir, ein af upphafsmönnum hátíðarinnar, ásamt Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins, ætlar að mæta og elda fiskisúpu handa þátttakendum, það hefur hún líka gert tvö síðustu ár. Svo endar hátíðin á því að Aðalheiður Eysteinsdóttir listakona býður í morgunmat í Ketilhúsinu. Það verður gjörningur út af fyrir sig.“ Akureyrarbær ætlar að nota tækifærið og heiðra Örn Inga Gíslason gjörningalistamann á laugardag. „Örn Ingi framdi ógleymanlegan gjörning á fyrstu hátíðinni þegar hann gerði foss úr kirkjutröppunum okkar,“ rifjar Guðrún upp. „Svo var að bætast við eitt atriði. Listamaðurinn Antonín Brinda frá Tékklandi mun fremja gjörning á þjóðveginum.“ Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
A! Gjörningahátíð er haldin í þriðja sinn um helgina, hefst í dag fimmtudag og endar á sunnudaginn,“ segir Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri. „Það er orðin löng hefð fyrir gjörningum á Akureyri alveg frá því á dögum Rauða hússins. Að venju mun listafólk sem býr hér og starfar taka þátt og við fáum gesti úr borginni og erlendis frá. Allir gjörningarnir eru frumfluttir nema þeirra Örnu Valsdóttur og Suchan Kinoshita sem fluttu sama efni fyrir 30 árum í Samkomuhúsinu.“ Guðrúnu telst til að þátttakendur hátíðarinnar séu um 50 og þeir koma víða að. Hún nefnir Katrine Faber frá Danmörku, Gabrielle Cerberville frá Ameríku og Magnús Loga Kristinsson sem kemur frá Gautaborg. Einnig Gjörningaklúbbinn og myndlistarkonuna Rúrí. „Svo eru 18 stúdentar frá Hollandi sem koma, því kennarinn þeirra, Suchan Kinoshita, var svo sniðug að taka þá með sér í vinnu- og skólaferð. Stúdentarnir fremja vídeógjörninga á vídeólistahátíðinni Heim sem hefur fylgt A! frá upphafi, hún er haldin í heimahúsi,“ upplýsir hún. Af þeim listamönnum sem búa og starfa á Akureyri fyrir utan Örnu Vals munu þær Heiðdís Hólm og Hekla Björt Helgadóttir taka þátt, líka Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, ásamt norskri samstarfskonu, Liv-K. Nome.Sýning hinnar bandarísku Gabrielle Cerberville nefnist „between the flo/es“ og hún verður í Hofi.Hátíðin verður um allan bæ að sögn Guðrúnar. Auk Ketilhússins, sem er eins konar bækistöð A!, eru sýningar í Hofi, Samkomuhúsinu, Rósenborg, Deiglunni og Ketilhúsinu. Já, og Lystigarðinum líka. „Af því Akureyri er svo lítil er hægt að ganga á milli sýningarstaðanna, það er kostur þegar um ræðir jafn þétta dagskrá,“ bendir hún á. Verksmiðjan á Hjalteyri verður líka vettvangur gjörninga, Voiceland nefnist atriði sem kórinn Hymnodia, ásamt Gísla Grétarssyni og Mareike Dobewall, flytur þar. „Sýningarnar verða tvær á Hjalteyri og þrátt fyrir stærð Verksmiðjunnar þá komast ekki nema 30 manns á hvora,“ útskýrir Guðrún. Margir leggjast á eitt við að gera gjörningahátíðina að veruleika, að sögn Guðrúnar. „Ragnheiður Skúladóttir, ein af upphafsmönnum hátíðarinnar, ásamt Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins, ætlar að mæta og elda fiskisúpu handa þátttakendum, það hefur hún líka gert tvö síðustu ár. Svo endar hátíðin á því að Aðalheiður Eysteinsdóttir listakona býður í morgunmat í Ketilhúsinu. Það verður gjörningur út af fyrir sig.“ Akureyrarbær ætlar að nota tækifærið og heiðra Örn Inga Gíslason gjörningalistamann á laugardag. „Örn Ingi framdi ógleymanlegan gjörning á fyrstu hátíðinni þegar hann gerði foss úr kirkjutröppunum okkar,“ rifjar Guðrún upp. „Svo var að bætast við eitt atriði. Listamaðurinn Antonín Brinda frá Tékklandi mun fremja gjörning á þjóðveginum.“
Menning Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira