Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 16:11 Vegatálmum hefur verið komið fyrir til að loka fyrir aðgang að efnaverksmiðjunni í Crosby, rúma 30 kílómetrum frá Houston. Vísir/AFP Reykjarmökkurinn sem leggur frá skemmdri efnaverksmiðju nærri Houston getur verið „ótrúlega hættulegur“, að sögn yfirmanns Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA). Eldur logar í efnum í verksmiðjunni eftir að flóð af völdum Harvey skemmdu kælikerfi hennar. William Long, yfirmaður FEMA, lýstu verulegum áhyggjum af því að eiturský gæti lagt frá verksmiðjunni, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Forsvarsmenn Arkema, franska fyrirtækisins sem rekur verksmiðjuna, höfðu áður varað við að engin leið væri að koma í veg fyrir sprengingu í henni. Reuters-fréttastofan segir að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi sent neyðarstarfsmenn á staðinn. Lögreglumaður sem andaði að sér eiturgufum var fluttur á sjúkrahús og níu aðrir voru færðir til aðhlynningar til öryggis. Fólki í tæplega 2,5 kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.Neita frásögnum af sprenginguWashington Post segir hins vegar að ólíkum sögum fari af því hvað hafi gerst í verksmiðjunni fram að þessu. Upphaflega sagði fyrirtækið að neyðarstarfsmenn Harris-sýslu hafi greint því frá tveimur sprengingum og svörtum reyk frá verksmiðjunni. Aftur á móti segir slökkvilið sýslunnar að efnahvörf hefðu átt sér stað í verksmiðjunni og að reyk legði frá henni við og við og embættismaður sýslunnar fullyrti að miklar sprengingar hefðu ekki átt sér stað. Þess í stað hafi „hvellir“ heyrst frá verksmiðjunni. Arkema framleiðir lífærnt peroxíð. Þegar rafmagni sló út í flóðunum stöðvaðist kælikerfi verksmiðjunnar. Sprengihætta hefur skapast af því að efnin ofhitni. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Reykjarmökkurinn sem leggur frá skemmdri efnaverksmiðju nærri Houston getur verið „ótrúlega hættulegur“, að sögn yfirmanns Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA). Eldur logar í efnum í verksmiðjunni eftir að flóð af völdum Harvey skemmdu kælikerfi hennar. William Long, yfirmaður FEMA, lýstu verulegum áhyggjum af því að eiturský gæti lagt frá verksmiðjunni, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Forsvarsmenn Arkema, franska fyrirtækisins sem rekur verksmiðjuna, höfðu áður varað við að engin leið væri að koma í veg fyrir sprengingu í henni. Reuters-fréttastofan segir að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hafi sent neyðarstarfsmenn á staðinn. Lögreglumaður sem andaði að sér eiturgufum var fluttur á sjúkrahús og níu aðrir voru færðir til aðhlynningar til öryggis. Fólki í tæplega 2,5 kílómetra radíus í kringum verksmiðjuna hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.Neita frásögnum af sprenginguWashington Post segir hins vegar að ólíkum sögum fari af því hvað hafi gerst í verksmiðjunni fram að þessu. Upphaflega sagði fyrirtækið að neyðarstarfsmenn Harris-sýslu hafi greint því frá tveimur sprengingum og svörtum reyk frá verksmiðjunni. Aftur á móti segir slökkvilið sýslunnar að efnahvörf hefðu átt sér stað í verksmiðjunni og að reyk legði frá henni við og við og embættismaður sýslunnar fullyrti að miklar sprengingar hefðu ekki átt sér stað. Þess í stað hafi „hvellir“ heyrst frá verksmiðjunni. Arkema framleiðir lífærnt peroxíð. Þegar rafmagni sló út í flóðunum stöðvaðist kælikerfi verksmiðjunnar. Sprengihætta hefur skapast af því að efnin ofhitni.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47