Körfubolti

Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hlynur keyrir að körfu Grikkjanna í dag.
Hlynur keyrir að körfu Grikkjanna í dag. vísir/getty
Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik.

„Þetta var mjög erfiður leikur enda Grikkir með frábært lið og nokkrum klössum betri en við. Það verður bara að viðurkennast,“ sagði Hlynur auðmjúkur.

„Þetta var helst til of stórt tap en ég reyni að horfa á björtu hliðarnar eftir leikinn. Við áttum góða kafla í fyrri hálfleik og komum til baka eftir erfiða byrjun.

„Við klikkum svo aðeins í þriðja leikhluta og fáum á okkur hraðaupphlaup. Þá sveiflaðist leikurinn með þeim og eftir það var þetta erfitt.“

Það er nóg eftir af þessu móti og næsti mótherji er Pólland sem er ekki með eins sterkt lið og Grikkland.

„Það eru fáar þjóðir eins góðar og Grikkland en þeir eru engu að síður mjög góðir. Við höfum fulla trú á þessu. Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld. Ég get lofað þér því. Ég verð inni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×