Trump styrkir hjálparsamtök um eina milljón Bandaríkjadala vegna Harvey

„Hann vill vera með í átakinu sem við höfum séð marga, víðsvegar um landið, taka þátt í,“ sagði Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á blaðamannafundi í dag. Hún sagði umrædda upphæð, eina milljón Bandaríkjadala, vera úr einkasjóðum forsetans. Þá ávarpaði hún blaðamannafundinn og spurði viðstadda hvort þeir lumuðu á uppástungum um hjálparsamtök fyrir forsetann.
Á þriðjudag bað framboð forsetans stuðningsmenn sína um að styrkja hjálparsamtök á hamfarasvæðum í Texas. Þá gat Sanders ekki sagt til um það hvort forsetinn hygðist sjálfur styrkja hjálparsamtkök á svæðinu en að hann væri þó að „skoða málið.“
Björgunaraðgerðir standa enn yfir í Texas-ríki en um 33 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum í kjölfar fellibylsins en 39 hafa nú látið lífið síðan hann gekk á land. Í dag var einnig greint frá því að efnaverksmiðja í útjaðri Houston í Texas mun annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum en flóðin miklu vegna Harveys hafa sökkt verksmiðjunni.
Tengdar fréttir

Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston
Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur.

Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki
Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær.

Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum
Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga.

Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi
Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum.

Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður
Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni.

Harvey gæti hafa eyðilagt hálfa milljón bíla
Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012.