Handbolti

Wilbek snýr aftur í handboltann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ulrik Willbek.
Ulrik Willbek. vísir/getty
Ulrik Wilbek hefur verið ráðinn sem ráðgjafi danska úrvalsdeildarfélagsins TM Tönder en þetta er hans fyrsta starf í handboltanum í tæpt ár.

Wilbek hætti eftir mikið fjaðrafok eftir Ólympíuleikana í Ríó á síðasta ári. Þrátt fyrir að Danir, undir stjórn Guðmunds Guðmundssonar, hafi unnið gull á leikunum fór sú umræða á kreik að Wilbek hafi fundað með leikmönnum á miðjum leikum um þann möguleika að reka Guðmund.

Sjá einnig: Guðmundur: Ekki talað við Wilbek síðan á ÓL

Wilbek er einn reyndasti handboltaþjálfari Dana. Hann var landsliðsþjálfari kvenna frá 1991 til 1998 og svo karlalandsliðsins frá 2005 til 2015. Hann varð margfaldur meistari á stórmótum með báðum liðum.

Hann var íþróttastjóri danska handboltasambandsins á meðan að Guðmundur starfaði þar sem landsliðsþjálfari. Guðmundur hætti eftir HM í Frakklandi í vetur og er nú landsliðsþjálfari Barein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×