Spurnum sækjanda ósvarað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. ágúst 2017 06:00 Nikolaj Olsen og Thomas Möllern virtu hvorn annan ekki auglits meðan þeir voru saman inni í salnum. Fréttablaðið/Halldór Thomas Möller Olsen hefur heimsótt landið árlega síðan 2011. Síðasta heimsókn hans er jafnframt sú afdrifaríkasta en hann liggur undir grun um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í upphafi árs. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn honum hófst í gær. Þinghaldsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda fá, ef nokkur, íslensk sakamál vakið jafn mikla athygli undanfarin ár. Faðir og vinir Birnu sátu í dómsalnum ásamt fjölda blaða- og fréttamanna og lögreglumanna. Tveir slíkir sátu fyrir aftan ákærða og vörðu hann fyrir áreiti og myndatökum eftir því sem frekast var unnt.Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins, var í Héraðsdómi Reykjanessí gær og teiknaði það sem fyrir augu bar. Afraksturinn má sjá með fréttinni.Thomas Möller Olsen bærðist lengst af varla meðan hann gaf skýrslu fyrir dómi. Þó voru augnablik þar sem hann var órólegri og hagræddi sér í sæti sínu.Fréttablaðið/halldórThomas gaf skýrslu á grænlensku. Hann sat svipbrigðalaus í sæti sínu. Lengst af starði hann á borðplötuna fyrir framan sig líkt og hann ætlaði sér að brenna gat á hana með augnaráðinu einu. Þögn sló á salinn í hvert sinn er hann mælti. Honum á vinstri hönd sat dómtúlkur sem þýddi frásögn hans á íslensku í passlegum skömmtum. Um leið og hún sleppti orðum ómaði lyklaborðsásláttur blaðamanna um salinn svo að erfitt gat verið að greina þýðinguna á orðum Grænlendingsins.Konan hvarf hjá Nikolaj „Ég stoppaði [fyrir utan stórt hvítt hús] til að pissa. Nikolaj ók á meðan í burtu því hann vildi fá smá prívat tíma með konunni,“ sagði Thomas meðal annars. Þegar Nikolaj kom aftur hafi hann verið mjög æstur. Hann neitaði því að hann hefði gert Birnu Brjánsdóttur mein. Ákærði svaraði þó ekki spurningum þess efnis hve lengi vinur hans hefði verið í burtu eða hvernig hefði verið umhorfs í bílnum eftir það. „Í níu skýrslum hjá lögreglu var framburður þinn á annan veg í öllum skýrslum. Hver er skýringin á þessum breytta framburði?“ spurði Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins, beinskeytt þegar frásögn Thomasar lauk. Ákærði hafði setið svo að segja hreyfingarlaus fram til þessa en hagræddi sér í stólnum og strauk um hár sitt þegar hér var komið sögu. Að sögn sakborningsins mátti misræmið rekja til ölvunarástands, einangrunarvistunar og harðræðis af hálfu lögreglunnar. Eftir að einangrun lauk og sálfræðimeðferð hófst hafi hann munað hlutina skýrar. Kolbrún benti þá á að í fyrstu skýrslutökunni hefði hann borið á þennan veg og þá hafi gæsluvarðhaldið ekki verið hafið. Gegnt saksóknara sat verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson. Meðan ákæruvaldið beindi spjótum sínum að sakborningi hvíldi hægri vangi Páls á hægri hendi meðan hann mældi Thomas út með augunum. Sömu sögu er að segja af því þegar Páll hóf að spyrja ákærða. Thomas hefur staðfastlega lýst yfir sakleysi sínu alla tíð. Útlit er fyrir að málsvörnin muni byggjast á því að lögreglumenn hafi þvingað vitnisburð Thomasar á rannsóknarstigi og að þáttur Nikolajs Olsen hafi ekki verið kannaður til hlítar.Töluðu í kross Vitnisburður Nikolajs var næstur á dagskrá en hann hafði um skeið stöðu sakbornings í málinu. Mál hans var á skjön við það sem fram hafði komið hjá Thomasi fyrr um morguninn. Spurningar saksóknara og verjanda, að skýrslugjöf hans lokinni, virtust koma honum nokkuð á óvart. Sagðist vitnið hafa sofið og neitaði því að hafa ekið rauðu KIA Rio bifreiðinni enda hefði hann aldrei tekið bílpróf. Þá hefði hann verið allt of hífaður til að geta ekið án þess að valda slysi. Minni hans var að öðru leyti nokkuð gloppótt sökum ölvunarástands. Símaskýrslur voru teknar af fyrrverandi kærustu Nikolajs og systur hans og af nokkrum skipverjum á Polar Nanoq. Þá mættu í dóminn lögreglumenn sem komu að rannsókninni. Vísuðu þeir því alfarið á bug að sakborningur hefði verið beittur þrýstingi í skýrslutökum. Aðalmeðferð verður fram haldið á morgun en stefnt er að því að þá verði teknar skýrslur af tuttugu manns. Vísir verður með beina textalýsingu frá skýrslutökunni, rétt eins og í gær, en hana má nálgast má með því að smella hér.Páll Rúnar M. Kristjánsson (t.v), verjandi Thomasar, sat íhugull á meðan dómtúlkur (t.h) þýddi framburð skjólstæðings hans yfir á íslensku. Thomas Möller, annar frá hægri, muldraði frásögn sína ofan í bringu sér og var hinn rólegasti.Fréttablaðið/Halldór Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomasi sýndar myndir af líki Birnu Þetta kom fram í skýrslu sem tekin var af Einari Guðberg Jónssyni lögreglumanni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 21. ágúst 2017 18:42 Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Inuk Kristiansen vann með Thomasi á grænlenska togaranum Polar Nanoq. 21. ágúst 2017 14:29 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Thomas Möller Olsen hefur heimsótt landið árlega síðan 2011. Síðasta heimsókn hans er jafnframt sú afdrifaríkasta en hann liggur undir grun um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í upphafi árs. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn honum hófst í gær. Þinghaldsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda fá, ef nokkur, íslensk sakamál vakið jafn mikla athygli undanfarin ár. Faðir og vinir Birnu sátu í dómsalnum ásamt fjölda blaða- og fréttamanna og lögreglumanna. Tveir slíkir sátu fyrir aftan ákærða og vörðu hann fyrir áreiti og myndatökum eftir því sem frekast var unnt.Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins, var í Héraðsdómi Reykjanessí gær og teiknaði það sem fyrir augu bar. Afraksturinn má sjá með fréttinni.Thomas Möller Olsen bærðist lengst af varla meðan hann gaf skýrslu fyrir dómi. Þó voru augnablik þar sem hann var órólegri og hagræddi sér í sæti sínu.Fréttablaðið/halldórThomas gaf skýrslu á grænlensku. Hann sat svipbrigðalaus í sæti sínu. Lengst af starði hann á borðplötuna fyrir framan sig líkt og hann ætlaði sér að brenna gat á hana með augnaráðinu einu. Þögn sló á salinn í hvert sinn er hann mælti. Honum á vinstri hönd sat dómtúlkur sem þýddi frásögn hans á íslensku í passlegum skömmtum. Um leið og hún sleppti orðum ómaði lyklaborðsásláttur blaðamanna um salinn svo að erfitt gat verið að greina þýðinguna á orðum Grænlendingsins.Konan hvarf hjá Nikolaj „Ég stoppaði [fyrir utan stórt hvítt hús] til að pissa. Nikolaj ók á meðan í burtu því hann vildi fá smá prívat tíma með konunni,“ sagði Thomas meðal annars. Þegar Nikolaj kom aftur hafi hann verið mjög æstur. Hann neitaði því að hann hefði gert Birnu Brjánsdóttur mein. Ákærði svaraði þó ekki spurningum þess efnis hve lengi vinur hans hefði verið í burtu eða hvernig hefði verið umhorfs í bílnum eftir það. „Í níu skýrslum hjá lögreglu var framburður þinn á annan veg í öllum skýrslum. Hver er skýringin á þessum breytta framburði?“ spurði Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins, beinskeytt þegar frásögn Thomasar lauk. Ákærði hafði setið svo að segja hreyfingarlaus fram til þessa en hagræddi sér í stólnum og strauk um hár sitt þegar hér var komið sögu. Að sögn sakborningsins mátti misræmið rekja til ölvunarástands, einangrunarvistunar og harðræðis af hálfu lögreglunnar. Eftir að einangrun lauk og sálfræðimeðferð hófst hafi hann munað hlutina skýrar. Kolbrún benti þá á að í fyrstu skýrslutökunni hefði hann borið á þennan veg og þá hafi gæsluvarðhaldið ekki verið hafið. Gegnt saksóknara sat verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson. Meðan ákæruvaldið beindi spjótum sínum að sakborningi hvíldi hægri vangi Páls á hægri hendi meðan hann mældi Thomas út með augunum. Sömu sögu er að segja af því þegar Páll hóf að spyrja ákærða. Thomas hefur staðfastlega lýst yfir sakleysi sínu alla tíð. Útlit er fyrir að málsvörnin muni byggjast á því að lögreglumenn hafi þvingað vitnisburð Thomasar á rannsóknarstigi og að þáttur Nikolajs Olsen hafi ekki verið kannaður til hlítar.Töluðu í kross Vitnisburður Nikolajs var næstur á dagskrá en hann hafði um skeið stöðu sakbornings í málinu. Mál hans var á skjön við það sem fram hafði komið hjá Thomasi fyrr um morguninn. Spurningar saksóknara og verjanda, að skýrslugjöf hans lokinni, virtust koma honum nokkuð á óvart. Sagðist vitnið hafa sofið og neitaði því að hafa ekið rauðu KIA Rio bifreiðinni enda hefði hann aldrei tekið bílpróf. Þá hefði hann verið allt of hífaður til að geta ekið án þess að valda slysi. Minni hans var að öðru leyti nokkuð gloppótt sökum ölvunarástands. Símaskýrslur voru teknar af fyrrverandi kærustu Nikolajs og systur hans og af nokkrum skipverjum á Polar Nanoq. Þá mættu í dóminn lögreglumenn sem komu að rannsókninni. Vísuðu þeir því alfarið á bug að sakborningur hefði verið beittur þrýstingi í skýrslutökum. Aðalmeðferð verður fram haldið á morgun en stefnt er að því að þá verði teknar skýrslur af tuttugu manns. Vísir verður með beina textalýsingu frá skýrslutökunni, rétt eins og í gær, en hana má nálgast má með því að smella hér.Páll Rúnar M. Kristjánsson (t.v), verjandi Thomasar, sat íhugull á meðan dómtúlkur (t.h) þýddi framburð skjólstæðings hans yfir á íslensku. Thomas Möller, annar frá hægri, muldraði frásögn sína ofan í bringu sér og var hinn rólegasti.Fréttablaðið/Halldór
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomasi sýndar myndir af líki Birnu Þetta kom fram í skýrslu sem tekin var af Einari Guðberg Jónssyni lögreglumanni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 21. ágúst 2017 18:42 Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Inuk Kristiansen vann með Thomasi á grænlenska togaranum Polar Nanoq. 21. ágúst 2017 14:29 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Thomasi sýndar myndir af líki Birnu Þetta kom fram í skýrslu sem tekin var af Einari Guðberg Jónssyni lögreglumanni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 21. ágúst 2017 18:42
Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Inuk Kristiansen vann með Thomasi á grænlenska togaranum Polar Nanoq. 21. ágúst 2017 14:29
Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00
Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37