„Sló mann að sjá hversu mikið magn af blóði var sýnilegt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 12:22 Ragnar Jónsson, með rauða möppu, kallaður inn í dómssal til að gefa vitnisburð sinn. Vísir/Vilhelm Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar og sérfræðingur í blóðferlagreiningu, segir að það hafi verið erfitt að gera blóðferlagreiningu á rauða Kia Rio-bílnum sem Thomas Møller Olsen hafði á leigu vegna þess að búið var að nudda burt blóðbletti og afmá þá. Thomas var með bílinn á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf en hann er ákærður fyrir að hafa banað henni. Hann neitar sök.Vísir fylgist með framvindu mála í beinni textalýsingu úr dómsal.Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir tóku á leigu.VísirReynt að nudda burt blóðið Ragnar var einn af nokkrum lögreglumönnum sem komu fyrir dóminn í morgun sem vitni. Hann sagði að þegar hann hafi fengið rauðu Kia Rio-bifreiðina til rannsóknar þá hafi það slegið hann hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum. Lífsýnarannsókn sem gerð var á blóðinu leiddi í ljós að það var úr Birnu. „Það sló mann að sjá hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum og þá sérstaklega á hægri afturhurð, hægra aftursæti, í lofti hægra megin og svo voru blettir á mælaborði. Þetta var sýnilegt með berum aukum. Síðar þenna sama dag notuðum við Luminol til að rannsaka bílinn og efnið lýsti upp blóðið í bílnum, hvort sem það var sýnilegt eða ekki,“ sagði Ragnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að það hafi í raun ekki verið hægt að fara í blóðferlagreiningu á bílnum til að finna út úr því hvað þar hafi gerst þar sem að búið var að reyna að nudda burt blóðið og afmá það. Aðeins hafi verið stakir blettir í loftinu og á sólskyggni sem væri dæmigert fyrir frákast.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari spurði Ragnar spjörunum úr varðandi blóðið í bílnum.Vísir/Anton BrinkÞrif á bílnum gengu ekki vel „Þetta eru einu blettirnir sem eru ekki ónothæfir. Þeir halda lögun sinni og sýna að manneskjan fær tvö högg eftir að henni byrjar að blæða. Lengra komumst við ekki í þessu,“ sagði Ragnar. Hann sagði stefnu blettanna sem voru fram í sýna að um tvö högg væri að ræða því stefnan væri ekki sú sama. Þá væri ljóst að þeir kæmu úr aftursætinu. Ragnar sagðist aðeins geta verið viss um að höggin væru tvö en gat ekkert fullyrt um hvort þau hefðu mögulega verið fleiri. Luminolið sýndi að bíllinn var þrifinn en Ragnar sagði að þrifin hefðu ekki gengið neitt sérstaklega vel. „Við fjarlægðum aftursætið og undir því var blóðpollur. Á einhverjum tímapunkti hefur blóð farið þarna á milli,“ sagði Ragnar og nefndi að Birna hefði nefbrotnað í átökunum sem áttu sér stað í bílnum. Nefið sé blóðmikið svæði þegar hjartað slær og því blæðir mikið þegar á það kemur högg og áverki.Nikolaj Olsen bar vitni í dómsal í gær. Hann man lítið eftir atburðum næturinnar þar sem hann var ofurölvi.Vísir/Anton BrinkEkkert benti til veru Nikolaj í bílnum Þá benti Ragnar á það að við ofbeldið hafi orðið mikil dreifing blóðs í mjög litlu rými. Enginn gæti þá sagt til um í hvaða stellingu Birna og sá sem gekk í skrokk á henni voru að sögn Ragnars vegna þess að ekki var hægt að gera blóðferlagreiningu. Spurður um staðsetninguna sagði hann þó að út frá ummerkjunum að dæma hefðu átökin meira átt sér stað hægra megin í aftursæti bílsins. Þá spurði ákæruvaldið Ragnar einnig að því hvort eitthvað benti til þess að það hefðu verið þrír í bílnum. Ragnar svaraði því þá til að það væri ekkert hjá Nikolaj, sem átti að hafa verið í hægra framsætinu, sem benti til þess að hann hefði verið í bílnum. Blóðið dreifðist fram í farþegasætið og sagði Ragnar að ef einhver hefði setið þar þá teldi hann það mjög ólíklegt að viðkomandi hefði sloppið við það að fá blóð á sig.Fjöldi björgunarsveitarmanna leituðu að vísbendingum við Hafnarfjarðarhöfn. Þar fundu almennir borgarar, bræður sem tóku þátt í leitinni, skó Birnu. Þeir bera vitni í dag.vísir/vilhelmEngin merki um ælu Ragnar var svo spurður að því hvort mögulegt væri að einhver hafi setið í ökumannssætinu. Hann taldi svo ekki vera og vísaði í það hvernig blóð hefði þá átt að komast á mælaborðið í bílnum. Thomas hefur haldið því fram að hann hafi þrifið upp ælu í bílnum. Ragnar var spurður að því hvort einhver merki hafi verið um ælu í bifreiðinni og sagði hann svo ekki hafa verið. Engir torkennilegir blettir hafi verið í áklæðum, mottum eða sætum. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði svo Ragnar hvað þeir hafi gert ráð fyrir að hafi verið mikið blóð í bílnum. Ragnar svaraði því til að ekki hafi verið gerðar mælingar á því þar sem búið var að dreifa úr því. Hann spurði Ragnar síðan sérstaklega út í verkbeiðni sem hann fékk frá öðrum rannsóknarlögreglumanni sem spurði hvort hægt væri að útiloka aðkomu Nikolaj að málinu út frá rannsókninni á bílnum. Ragnar svaraði því til að hann hafi reynt að svara því. Ekkert hafi fundist úr Nikolaj eða á fatnaði hans. Verjandinn spurði þá hvort það hefði fundist eitthvað blóð á fatnaði Thomasar. „Nei, en það vantar fatnaðinn að mér skilst. Ég get ekki tjáð mig um eitthvað sem vantar.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar og sérfræðingur í blóðferlagreiningu, segir að það hafi verið erfitt að gera blóðferlagreiningu á rauða Kia Rio-bílnum sem Thomas Møller Olsen hafði á leigu vegna þess að búið var að nudda burt blóðbletti og afmá þá. Thomas var með bílinn á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf en hann er ákærður fyrir að hafa banað henni. Hann neitar sök.Vísir fylgist með framvindu mála í beinni textalýsingu úr dómsal.Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir tóku á leigu.VísirReynt að nudda burt blóðið Ragnar var einn af nokkrum lögreglumönnum sem komu fyrir dóminn í morgun sem vitni. Hann sagði að þegar hann hafi fengið rauðu Kia Rio-bifreiðina til rannsóknar þá hafi það slegið hann hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum. Lífsýnarannsókn sem gerð var á blóðinu leiddi í ljós að það var úr Birnu. „Það sló mann að sjá hversu mikið magn af blóði var sýnilegt með berum augum og þá sérstaklega á hægri afturhurð, hægra aftursæti, í lofti hægra megin og svo voru blettir á mælaborði. Þetta var sýnilegt með berum aukum. Síðar þenna sama dag notuðum við Luminol til að rannsaka bílinn og efnið lýsti upp blóðið í bílnum, hvort sem það var sýnilegt eða ekki,“ sagði Ragnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að það hafi í raun ekki verið hægt að fara í blóðferlagreiningu á bílnum til að finna út úr því hvað þar hafi gerst þar sem að búið var að reyna að nudda burt blóðið og afmá það. Aðeins hafi verið stakir blettir í loftinu og á sólskyggni sem væri dæmigert fyrir frákast.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari spurði Ragnar spjörunum úr varðandi blóðið í bílnum.Vísir/Anton BrinkÞrif á bílnum gengu ekki vel „Þetta eru einu blettirnir sem eru ekki ónothæfir. Þeir halda lögun sinni og sýna að manneskjan fær tvö högg eftir að henni byrjar að blæða. Lengra komumst við ekki í þessu,“ sagði Ragnar. Hann sagði stefnu blettanna sem voru fram í sýna að um tvö högg væri að ræða því stefnan væri ekki sú sama. Þá væri ljóst að þeir kæmu úr aftursætinu. Ragnar sagðist aðeins geta verið viss um að höggin væru tvö en gat ekkert fullyrt um hvort þau hefðu mögulega verið fleiri. Luminolið sýndi að bíllinn var þrifinn en Ragnar sagði að þrifin hefðu ekki gengið neitt sérstaklega vel. „Við fjarlægðum aftursætið og undir því var blóðpollur. Á einhverjum tímapunkti hefur blóð farið þarna á milli,“ sagði Ragnar og nefndi að Birna hefði nefbrotnað í átökunum sem áttu sér stað í bílnum. Nefið sé blóðmikið svæði þegar hjartað slær og því blæðir mikið þegar á það kemur högg og áverki.Nikolaj Olsen bar vitni í dómsal í gær. Hann man lítið eftir atburðum næturinnar þar sem hann var ofurölvi.Vísir/Anton BrinkEkkert benti til veru Nikolaj í bílnum Þá benti Ragnar á það að við ofbeldið hafi orðið mikil dreifing blóðs í mjög litlu rými. Enginn gæti þá sagt til um í hvaða stellingu Birna og sá sem gekk í skrokk á henni voru að sögn Ragnars vegna þess að ekki var hægt að gera blóðferlagreiningu. Spurður um staðsetninguna sagði hann þó að út frá ummerkjunum að dæma hefðu átökin meira átt sér stað hægra megin í aftursæti bílsins. Þá spurði ákæruvaldið Ragnar einnig að því hvort eitthvað benti til þess að það hefðu verið þrír í bílnum. Ragnar svaraði því þá til að það væri ekkert hjá Nikolaj, sem átti að hafa verið í hægra framsætinu, sem benti til þess að hann hefði verið í bílnum. Blóðið dreifðist fram í farþegasætið og sagði Ragnar að ef einhver hefði setið þar þá teldi hann það mjög ólíklegt að viðkomandi hefði sloppið við það að fá blóð á sig.Fjöldi björgunarsveitarmanna leituðu að vísbendingum við Hafnarfjarðarhöfn. Þar fundu almennir borgarar, bræður sem tóku þátt í leitinni, skó Birnu. Þeir bera vitni í dag.vísir/vilhelmEngin merki um ælu Ragnar var svo spurður að því hvort mögulegt væri að einhver hafi setið í ökumannssætinu. Hann taldi svo ekki vera og vísaði í það hvernig blóð hefði þá átt að komast á mælaborðið í bílnum. Thomas hefur haldið því fram að hann hafi þrifið upp ælu í bílnum. Ragnar var spurður að því hvort einhver merki hafi verið um ælu í bifreiðinni og sagði hann svo ekki hafa verið. Engir torkennilegir blettir hafi verið í áklæðum, mottum eða sætum. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði svo Ragnar hvað þeir hafi gert ráð fyrir að hafi verið mikið blóð í bílnum. Ragnar svaraði því til að ekki hafi verið gerðar mælingar á því þar sem búið var að dreifa úr því. Hann spurði Ragnar síðan sérstaklega út í verkbeiðni sem hann fékk frá öðrum rannsóknarlögreglumanni sem spurði hvort hægt væri að útiloka aðkomu Nikolaj að málinu út frá rannsókninni á bílnum. Ragnar svaraði því til að hann hafi reynt að svara því. Ekkert hafi fundist úr Nikolaj eða á fatnaði hans. Verjandinn spurði þá hvort það hefði fundist eitthvað blóð á fatnaði Thomasar. „Nei, en það vantar fatnaðinn að mér skilst. Ég get ekki tjáð mig um eitthvað sem vantar.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent