Óhugnanlegar lýsingar réttarmeinafræðings á áverkum Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 14:41 Réttarmeinafræðingurinn Urs Wiesbrock (til hægri) ásamt túlki sínum, Magnúsi Diðrik Baldurssyni. Vísir/Sunna Kristín Það er ekki ofsögum sagt að lýsingar þýska réttarmeinafræðingsins Urs Wiesbrock á þeim áverkum sem Birna Brjánsdóttir hlaut í rauðu Kia Rio-bifreiðinni hafi verið óhugnanlegar. Ákæruvaldið telur að Thomas Möller Olsen hafi veitt Birnu þessa áverka og svo varpað henni í sjó eða vatn þar sem hún drukknaði en Thomas er ákærður fyrir að hafa banað Birnu aðfaranótt 14. janúar síðastliðinn. Thomas var með bílinn á leigu á þeim tíma.Vísir fylgist með því sem fram fer í dómsal í beinni textalýsingu. Hér á eftir verður greint frá vitnisburði réttarmeinafræðingsins við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Rétt er að vara við lýsingum hans á áverkum Birnu þar sem þær geta valdið óhug.Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum í Selvogi þar sem lík Birnu fannst.Vísir/Gunnar AtliBrotið nefbein Réttarmeinafræðingurinn var dómkvaddur sem matsmaður í málinu og var fenginn til að svara nokkrum spurningum sem flestar sneru að áverkunum sem Birna hlaut við þau átök sem áttu sér stað í Kia Rio-bílnum. Wiesbrock fór yfir áverkana á grundvelli mynda sem hann fékk sendar af líki Birnu. Dómarar málsins voru með myndirnar hjá sér við skýrslutökuna en þeim var ekki varpað upp á skjá í dómsalnum. „Á mynd eitt sem sýnir andlit hinnar látnu sést greinilega að nefið er útflatt og breikkað. Þó það sjáist ekki á ljósmyndinni þá er nefbeinið einnig brotið en það kemur fram í skanna. Á myndum eitt og tvo sést áverki á hægra efra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörunum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð,“ sagði Wiesbrock og hélt áfram.Thomas Möller Olsen bærðist lengst af varla meðan hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Þó voru augnablik þar sem hann var órólegri og hagræddi sér í sæti sínu.Fréttablaðið/halldórLíkblettir eða merki um áverka „Á mynd þrjú sést dökkt svæði á enni og á vinstri vanga einnig hægra megin. Þetta geta hafa verið líkblettir en geta líka verið ummerki um áverka.“ Á mynd fjögur sem Wiesbrock lagði fram sást svo blæðing undir höfuðhúð hægra megin og á mynd fimm sagði hann að þar sæist blæðingar á stóru svæði hægra megin á höfði og einnig á hnakka. „Á mynd sjö sést áverki á innanverðri efri vör sem teygir sig inn að tannholdi, einkum hægra megin. [...] Einnig er um að ræða áverka vegna þrýstings þar sem vefurinn er rifinn. [...] Á mynd átta sést svo hægra eyra og það vantar hluta þess. Þetta má rekja til þess að þarna hafi dýr verið að verki.“ Wiesbrock sagði síðan frá mynd níu þar sem hægra eyra sást einnig og framan við það voru ummerki um blæðingu sem gætu verið ummerki um höggáverka. Á mynd ellefu væri síðan að sjá ummerki um ytri áverka eða þrýstiáverka beggja megin á hálsi og myndir þrettán og fjórtán sýndu svo blæðingar inni í mjúkvefi hálsins.Lögreglumenn stóðu vaktina í gær þegar Thomas Möller Olsen bar vitni.Vísir/Anton BrinkHnefahögg líklegast „Þegar þetta er allt tekið saman er um að ræða greinilega áverka við mitt höfuð við nef og munn en þó einkum hægra megin. Þessir áverkar sýna engin skýr form og þetta um formgerð varðar spurninguna um hvort notuð hafi verið tiltekin tól til að veita áverkana,“ sagði Wiesbrock og bætti því síðar við að þetta væri vísbending um að ekki hafi verið notuð verk sem væru með hörðu eða hrjúfu yfirborði. „Á grundvelli aðstæðna í bílnum og ummerkja væri hægt að segja með nokkurri vissu að ekki hafi verið um að ræða spark eða að olnbogi hafi verið notaður [til að veita áverkana.] Líklegast er að notaður hafi verið hnefi,“ sagði Wiesbrock. Hann óskaði síðan eftir því að fá að sýna nokkrar myndir úr rauða Kia Rio-bílnum til að geta haldið áfram og sýndu myndirnar blóðið sem fannst í bílnum. Notaði hann myndir annars vegar af blóðslettum á mælaborði og hins vegar af blóðdropum í þakklæðningu bílsins fyrir ofan aftursætið hægra megin til þess að færa rök fyrir því að gerandinn hafi bæði notað vinstri hönd til að veita Birnu höggin og hægri hönd. Wiesbrock gat hins vegar ekkert fullyrt um það hvort að gerandinn væri rétthentur eða örvhentur. „Þegar horft er til áverkanna þá liggur fyrir að áverkarnir á brotaþola eru einkum á hægri hlið höfuð. Áverkarnir sem eru einkum hægra megin hafa að öllum líkindum orðið til fyrir tilstilli vinstri hnefa en áverkar við munn og nef hafa orðið til við högg með vinstri eða hægri hönd.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að lýsingar þýska réttarmeinafræðingsins Urs Wiesbrock á þeim áverkum sem Birna Brjánsdóttir hlaut í rauðu Kia Rio-bifreiðinni hafi verið óhugnanlegar. Ákæruvaldið telur að Thomas Möller Olsen hafi veitt Birnu þessa áverka og svo varpað henni í sjó eða vatn þar sem hún drukknaði en Thomas er ákærður fyrir að hafa banað Birnu aðfaranótt 14. janúar síðastliðinn. Thomas var með bílinn á leigu á þeim tíma.Vísir fylgist með því sem fram fer í dómsal í beinni textalýsingu. Hér á eftir verður greint frá vitnisburði réttarmeinafræðingsins við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Rétt er að vara við lýsingum hans á áverkum Birnu þar sem þær geta valdið óhug.Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum í Selvogi þar sem lík Birnu fannst.Vísir/Gunnar AtliBrotið nefbein Réttarmeinafræðingurinn var dómkvaddur sem matsmaður í málinu og var fenginn til að svara nokkrum spurningum sem flestar sneru að áverkunum sem Birna hlaut við þau átök sem áttu sér stað í Kia Rio-bílnum. Wiesbrock fór yfir áverkana á grundvelli mynda sem hann fékk sendar af líki Birnu. Dómarar málsins voru með myndirnar hjá sér við skýrslutökuna en þeim var ekki varpað upp á skjá í dómsalnum. „Á mynd eitt sem sýnir andlit hinnar látnu sést greinilega að nefið er útflatt og breikkað. Þó það sjáist ekki á ljósmyndinni þá er nefbeinið einnig brotið en það kemur fram í skanna. Á myndum eitt og tvo sést áverki á hægra efra augnloki sem sýnir ummerki um blæðingu og á vörunum sjást stakir smærri yfirborðsáverkar í húð,“ sagði Wiesbrock og hélt áfram.Thomas Möller Olsen bærðist lengst af varla meðan hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Þó voru augnablik þar sem hann var órólegri og hagræddi sér í sæti sínu.Fréttablaðið/halldórLíkblettir eða merki um áverka „Á mynd þrjú sést dökkt svæði á enni og á vinstri vanga einnig hægra megin. Þetta geta hafa verið líkblettir en geta líka verið ummerki um áverka.“ Á mynd fjögur sem Wiesbrock lagði fram sást svo blæðing undir höfuðhúð hægra megin og á mynd fimm sagði hann að þar sæist blæðingar á stóru svæði hægra megin á höfði og einnig á hnakka. „Á mynd sjö sést áverki á innanverðri efri vör sem teygir sig inn að tannholdi, einkum hægra megin. [...] Einnig er um að ræða áverka vegna þrýstings þar sem vefurinn er rifinn. [...] Á mynd átta sést svo hægra eyra og það vantar hluta þess. Þetta má rekja til þess að þarna hafi dýr verið að verki.“ Wiesbrock sagði síðan frá mynd níu þar sem hægra eyra sást einnig og framan við það voru ummerki um blæðingu sem gætu verið ummerki um höggáverka. Á mynd ellefu væri síðan að sjá ummerki um ytri áverka eða þrýstiáverka beggja megin á hálsi og myndir þrettán og fjórtán sýndu svo blæðingar inni í mjúkvefi hálsins.Lögreglumenn stóðu vaktina í gær þegar Thomas Möller Olsen bar vitni.Vísir/Anton BrinkHnefahögg líklegast „Þegar þetta er allt tekið saman er um að ræða greinilega áverka við mitt höfuð við nef og munn en þó einkum hægra megin. Þessir áverkar sýna engin skýr form og þetta um formgerð varðar spurninguna um hvort notuð hafi verið tiltekin tól til að veita áverkana,“ sagði Wiesbrock og bætti því síðar við að þetta væri vísbending um að ekki hafi verið notuð verk sem væru með hörðu eða hrjúfu yfirborði. „Á grundvelli aðstæðna í bílnum og ummerkja væri hægt að segja með nokkurri vissu að ekki hafi verið um að ræða spark eða að olnbogi hafi verið notaður [til að veita áverkana.] Líklegast er að notaður hafi verið hnefi,“ sagði Wiesbrock. Hann óskaði síðan eftir því að fá að sýna nokkrar myndir úr rauða Kia Rio-bílnum til að geta haldið áfram og sýndu myndirnar blóðið sem fannst í bílnum. Notaði hann myndir annars vegar af blóðslettum á mælaborði og hins vegar af blóðdropum í þakklæðningu bílsins fyrir ofan aftursætið hægra megin til þess að færa rök fyrir því að gerandinn hafi bæði notað vinstri hönd til að veita Birnu höggin og hægri hönd. Wiesbrock gat hins vegar ekkert fullyrt um það hvort að gerandinn væri rétthentur eða örvhentur. „Þegar horft er til áverkanna þá liggur fyrir að áverkarnir á brotaþola eru einkum á hægri hlið höfuð. Áverkarnir sem eru einkum hægra megin hafa að öllum líkindum orðið til fyrir tilstilli vinstri hnefa en áverkar við munn og nef hafa orðið til við högg með vinstri eða hægri hönd.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira