Topplið Pepsi-deildar kvenna, Þór/KA, steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.
Þá unnu norðanstúlkur sannfærandi 3-0 sigur á KR fyrir norðan.
Sandra Stephany Mayor, Hulda Ósk Jónsdóttir og Bianca Elissa Sierra allar á skotskónum í kvöld.
Þór/KA er því komið með 38 stig á toppi deildarinnar og er tíu stigum á undan næsta liði sem er ÍBV.
