Biggi flugþjónn ósáttur við akstursbann: „Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 21:50 Birgir Örn, áður þekktur sem Biggi lögga, segist ósammála lögreglustjóranum „Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:
Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent