Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. vísir/ernir Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ekki voru sæti fyrir alla sem vildu á íbúafundi um málefni United Silicon sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundargestum sem voru á þriðja hundrað. Á fundinum var samþykkt ályktun um að biðla til almannavarna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bænum. „Fólki var mikið niðri fyrir. Margir lýstu auknum veikindum eftir að verksmiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann flutti tölu á fundinum. „Það var kona sem kom upp í pontu og bað fólk um að standa upp ef það hafði fundið fyrir einkennum. Þá reis þriðjungur salarins.“ Fólk lýsti meðal annars áhyggjum yfir því að fyrirhugað er að fleiri ofnar verði settir í gang. Aðeins logar á einum ofni í verksmiðju United Silicon en þeir gætu orðið allt að fjórir. Þá er fyrirhugað að aðrir fjórir verði í verksmiðju Thorsil sem áætlað er að opna á sama stað árið 2020. „Næsta skref er að hrinda af stað alþjóðlegri söfnun fyrir Félag andstæðinga stóriðju í Helguvík,“ segir Einar Már Atlason, formaður félagsins, en það stóð fyrir fundinum. „Síðan tekur við málsókn. Við hættum ekki fyrr en verksmiðjunni hefur verið lokað og að engin frekari stóriðja verði sett upp í Helguvík,“ segir Einar Már að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stefna enn ótrauðir að annarri kísilverksmiðju í Helguvík Engin áform eru um að forsvarsmenn Thorsil komi að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Vilja hefja framkvæmdir á seinni hluta næsta árs og framleiðslu árið 2020. Fjármögnun á að ljúka á næstu misserum. 25. ágúst 2017 06:00