Segir Brynjar Níelsson vera siðleysingja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 23:46 Gunnar Hrafn krefst þess að Brynjar biðjist afsökunar á ummælum sem hann hefur látið falla um andleg veikindi. Vísir/anton/Eyþór Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar. Uppreist æru Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar.
Uppreist æru Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira