Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 11:45 Frá íbúafundinum í Stapanum í Reykjanesbæ í gærkvöldi. vísir/ernir Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“ United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“
United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00