Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 11:45 Frá íbúafundinum í Stapanum í Reykjanesbæ í gærkvöldi. vísir/ernir Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“ United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“
United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00