Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 11:45 Frá íbúafundinum í Stapanum í Reykjanesbæ í gærkvöldi. vísir/ernir Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“ United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“
United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00