Fanndís hefur farið á kostum með Breiðabliki í sumar og skoraði jafnframt eina mark Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í sumar.
Marseille endaði í fjórða sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili. Franska deildinn hefst aftur í september og heldur Fanndís strax út til æfinga með liðinu.
Fanndís, sem er 27 ára, hefur áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku í Noregi hjá Kolbotn og Arna-Björnar.
Fanndís á að baki 173 leiki með Breiðabliki í efstu deild og hefur skorað í þeim 97 mörk. Hún hefur skorað 11 mörk í 87 A-landsleikjum fyrir Ísland.