Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 08:39 Arpaio var tíður gestur á fjöldafundum Trump í kosningabaráttunni. Þeir hafa verið bandamenn frá því að báðir sökuðu Barack Obama um að vera ekki löglegur forseti. Vísir/AFP Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00