Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 11:49 Kynþáttahatarar úr Ku Klux Klan voru á meðal þeirra sem komu saman í Charlottesville á dögunum. Vísir/AFP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40